14. ágú. 2008

Hani, krummi, hundur, svín

er nafnið á námskeiðinu sem litla skottan er á í húsdýragarðinum. Algjör snild! Hún er svo glöð þarna að klappa kanínum og gefa dýrunum. Svo sótti ég hana áðan og við buðum okkur í mat til langa og löngu, saltkjöt og hristum það svo af okkur í magadansinum. Fórum svo í laugardalslaugina eðalangafa sundlaug einsog hún er best þekkt hjá okkur vegna þess að hann hefur mætt í hana flesta morgna síðan ég fæddist. Og þar sem að ég var mikið hjá afa og ömmu fór ég líka ansi oft í þá laug. En þeim ferðum hefur fækkað og eftir komuna í Grafarvoginn er sú hverfislaug oftast nýtt. Okkur finnst samt mjög gaman að prófa hinar og þessar t.d. nýja mosólaugin er snild, breiðholtslaugin er víst skemmtileg fyrir krakkana en hentar ekki vel til að synda í. Reyndi það á mánudag og það gekk ekkert rosa vel. Of mikið af fólki og engar öldustoppaslöngur eða hvað þetta nú heitir. En já, talandi um langaafa sundlaug, mér finnst hún sóðaleg, subbuleg og ekkert notalegt lengur við hana. Einsog hún var nú flott og oftast troðið í henni, alveg sama hvernig veðrið var hvað þá tíminn. Árbæjarlaug finnst mér líka leiðinleg, aðallega vegna þess að það er alltaf troðið í henni og bara fjórar sturtur eða eitthvað álíka. Hún er líka dáldið einsog skemmtistaður... pikk-up pleis, sem getur verið dáldið skemmtilegt að fylgjast með.

Ení vei, bara sex dagar eftir í vinnunni. Búin að fá nokkrar krónur frá Lín, jei, frumburðurinn í Vatnaskógi en sagðist ætla koma heim ófrelsaður, hinn yndislegi maðurinn í mínu lífi er í USA að kaupa magadansföt og trix handa mér og spila í leiðinni með strákunum, og þessi frábæra gáfulega ákvörðun mín er enn frábær og gáfuleg og hefur gefið mér mikla orku og jákvæðni, líka peninga og betri heilsu. Hafði mjög litla trú á sjálfri mér en ég er frábær!

þetta er orðið alltof mikið, verð að fara skrifa oftar svo þið nennið að lesa þetta...


tútelú!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta
Hver er þessi ótrúlega gáfulega ákv. sem þú tókst..???
Ég var orðin svo spent að heyra meira frá þeirri ákv.

heyrðu svo meðan ég man til hamingju með daginn á morgun....;o)

Unsan

Nikita sagði...

? hvað er að gerast á morgun???

sendi þér svo póst v/ákv. :) top secret!

Nikita sagði...

ahh... búin að fatta kveðjuna, vissi að þetta tengdist henni á einhvern hátt, kannski að því að ég var á tónleikum með henni fyrir 2 árum síðan!