30. ágú. 2008

Ég er í námi, Jens er í fjarnámi, Sólveig er í fjarnámi, Hallur er í fjarnámi... ógeslega gaman :) Líst vel á þetta allt saman þótt ég bíði enn eftir að fá úr matinu á Kennsluréttindanáminu. Mér finnst reyndar allt námsefnið svo áhugavert og er því sama þótt ég fái lítið metið.

Núna ætla ég í Sundhöllina með Steina en hann er búin að suða um það í dáldið langan tíma. Rannveig nennir ekki, hún er úti að leika með strákunum!

Svo er ég ekkert smá ánægð með þennan part úr myndinni af mér!

Skelli svo inn mynd af henni Trítlu!

27. ágú. 2008

Thank U - Alanis Morissette

how bout getting off these antibiotics
how bout stopping eating when I'm full up
how bout them transparent dangling carrots
how bout that ever elusive kudo

thank you india
thank you terror
thank you disillusionment
thank you frailty
thank you consequence
thank you thank you silence

how bout me not blaming you for everything
how bout me enjoying the moment for once
how bout how good it feels to finally forgive you
how bout grieving it all one at a time

thank you india
thank you terror
thank you disillusionment
thank you frailty
thank you consequence
thank you thank you silence

the moment I let go of it was the moment
I got more than I could handle
the moment I jumped off of it
was the moment I touched down

how bout no longer being masochistic
how bout remembering your divinity
how bout unabashedly bawling your eyes out
how bout not equating death with stopping

Þetta lag finnst mér æði...

26. ágú. 2008

vitið þið að ég er búin að skrifa svona fimm færslur síðustu daga og einhverra hluta vegna er sjálfstraustið og attitúdið eitthvað að stríða mér. Vildi bara láta ykkur vita að ég er að reyna!

22. ágú. 2008

Ísland - Spánn

og allir inni á kaffistofu að reyna að horfa á hann, auðvitað. Áfram Ísland, áfram Fúsi. Að sjálfsögðu læt ég alla vita að við vorum saman í bekk og einu sinni jafnstór! En þetta er síðasti dagurinn minn hér, pizzan á leiðinni og svo næ ég í köku handa þeim, bakaði grænu kökuna í gær.

Svo er bara stefna á leti og notaleg heit í náttúrunni alla helgina, safna orku fyrir námið.


Verið góð alla helgina og það er alltaf gott að fá knús og gefa knús!

14. ágú. 2008

Hani, krummi, hundur, svín

er nafnið á námskeiðinu sem litla skottan er á í húsdýragarðinum. Algjör snild! Hún er svo glöð þarna að klappa kanínum og gefa dýrunum. Svo sótti ég hana áðan og við buðum okkur í mat til langa og löngu, saltkjöt og hristum það svo af okkur í magadansinum. Fórum svo í laugardalslaugina eðalangafa sundlaug einsog hún er best þekkt hjá okkur vegna þess að hann hefur mætt í hana flesta morgna síðan ég fæddist. Og þar sem að ég var mikið hjá afa og ömmu fór ég líka ansi oft í þá laug. En þeim ferðum hefur fækkað og eftir komuna í Grafarvoginn er sú hverfislaug oftast nýtt. Okkur finnst samt mjög gaman að prófa hinar og þessar t.d. nýja mosólaugin er snild, breiðholtslaugin er víst skemmtileg fyrir krakkana en hentar ekki vel til að synda í. Reyndi það á mánudag og það gekk ekkert rosa vel. Of mikið af fólki og engar öldustoppaslöngur eða hvað þetta nú heitir. En já, talandi um langaafa sundlaug, mér finnst hún sóðaleg, subbuleg og ekkert notalegt lengur við hana. Einsog hún var nú flott og oftast troðið í henni, alveg sama hvernig veðrið var hvað þá tíminn. Árbæjarlaug finnst mér líka leiðinleg, aðallega vegna þess að það er alltaf troðið í henni og bara fjórar sturtur eða eitthvað álíka. Hún er líka dáldið einsog skemmtistaður... pikk-up pleis, sem getur verið dáldið skemmtilegt að fylgjast með.

Ení vei, bara sex dagar eftir í vinnunni. Búin að fá nokkrar krónur frá Lín, jei, frumburðurinn í Vatnaskógi en sagðist ætla koma heim ófrelsaður, hinn yndislegi maðurinn í mínu lífi er í USA að kaupa magadansföt og trix handa mér og spila í leiðinni með strákunum, og þessi frábæra gáfulega ákvörðun mín er enn frábær og gáfuleg og hefur gefið mér mikla orku og jákvæðni, líka peninga og betri heilsu. Hafði mjög litla trú á sjálfri mér en ég er frábær!

þetta er orðið alltof mikið, verð að fara skrifa oftar svo þið nennið að lesa þetta...


tútelú!