15. apr. 2008

Skvísa á bíl!

Sumir eiga bíl. Sumir eiga ekki bíl og finnst það rosa fínt. Tala um að menga ekki og spara pening. Fínt. Flott hjá ykkur.

Ég á bíl og mun ALDREI selja hann. Ég elska hann útaf lífinu og ég trúi því varla að fyrir stuttu var ég að spá í að spara og selja hann. Sem betur fer kom vitið aftur og ég hætti við það.

Minn heittelskaði kemur á föstudögum og fer á sunnudögum en ákvað að vera lengur og taka rútuna á mánudagsmorgninum, klukka sjö. Sem þýddi að ég þurfti að vakna til að skutla honum því að ykkar stræókerfi, (þið sem eigið ekki bíl) byrjar ekki nógu snemma. Okkur tókst að vera mínútu of lengi af stað og því missti hann af rútunni og varð því að taka bílinn minn. Alltí góðu með það. Og þar sem að ég ætla að fara til hans á miðvikudag ákvað ég að redda mér í dansinn og fá svo far uppá völl svo engar áhyggjur um að koma bílnum til mín.
Nema svo gleymdi ég því að stelpurnar ætluðu að hittast í kvöld svo ég þurfti að redda mér í strætó í dansinn og svo niður í hlíðar. Ætti nú ekki að vera mikið mál.
Svo var nú ekki. Og í staðinn fyrir að vera í mínum yndislega dansi er ég hér að blogga einsog Bjössi bolla í skaupinu. Ég s.s. missti af strætó. Mér að kenna. En fer svo aftur út og bíð og bíð, lít svo á þessa fjandans áætlun og auðvitað er hann búin að fækka ferðum sínum því klukkan var orðin sex.

Hef því séð það að þetta strætókerfi hér er fyrir fólk, nei, unglinga og börn sem þurfa ekki að gera neitt annað en að fara niðrí fjölbraut og ef það er eitthvað meira þá er það bara að spyrja mömmu eða pabba eða stóla á hina og þessa og fá lánaðann bíl.
Þetta strætókerfi er ekki fyrir fólk sem lifi skemmtilegu og fjölbreyttu lífi.

Er sammála systur minni sem sagði bara: Við erum flottar skvísur sem þurfa að vera á bíl!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já gott hjá þér... en herðu vá hvað þú ert búin að vera dugleg í magadansinum, mig langar svoooo... að prófa þetta... kv Hilda

Nikita sagði...

takk, þú kemur bara með mér og prófar. Annars hefur þú líka verið rosa dugleg í ræktinni stelpa!

Nafnlaus sagði...

já alveg til í það eitt kvöldið.. þótt ég hafi verið góð í ræktinni. hef ég skó góðar línur fyrir magadansinn :o) kv HIlda