15. feb. 2008

Ekkert að gerast. Engin vinna enn. Er búin að keyra 200km síðan á þriðjudag til að vera í fangi kærastans. Veit ekki alveg hvar ég væri ef ég ætti hann ekki og hefði ekki byrjað í magadansinum. Sjálfsagt komin undir rúmmið mitt og myndi skríða undan því aðra hverja viku til að geta sinnt ungunum.
Núna er ég uppá velli að passa litlu sætu frænku mína sem er lasin. Gott að geta hjálpað systur minni þar sem að hún hefur gert helling fyrir mig.
Annars er ég að missa mig í magadansinum. Fékk nokkrar seðla í afmælisgjöf og keypti mér topp, buxur og auðvitað magabelti. Er rosalega flott í þessu, dillandi bossanum. Er að velta því fyrir mér hvort ég ætti að sýna kærastanum nokkur spor um helgina. Held hann yrði ekkert mótfallinn því!

Engin ummæli: