11. des. 2007

og hvað nú?


Þvílíkur léttir. Ég er varla að trúa því að þetta sé búið. Og nú sit ég fyrir framan skjáinn og snyrti starfsumsókn mína. Ég veit bara ekki hvað ég á að sækja um? Er búin að senda á tvo aðila og sé til hvort mér verði boðið eitthvað spennó.
En nú ætla ég að fara niður í geymslu og ná í jóladótið. Börnin mín sögðu við mig í gær að það mætti halda við héldum engin jól! Og svo fórum við að leika okkur að myndavélinni og stelpan tók mynd af mér og syninum... honum finnst það svo stórmerkilegt að mamma sín sé minni en hann og segir að fólk gæti haldið við værum kærustupar!

3 ummæli:

Becka sagði...

TIL HAMINGJU! Hmmm bónus og pólska var ekkert slæm hugmynd?
Bara að finna sér einhverja mindless vinnu í smá tíma þanga til að þú færð aftur brennandi áhuga á kennslu. Gerist mjög fljótt ef maður er í boring, lítið krefjandi vinnu.

Nafnlaus sagði...

Hæ ester ;) eg er buinn ad svara ther å eposti ;) Gaman ad heira frå ther ;)

Kær kvedja frå Suy

Nikita sagði...

Begga, ætla að bíða með bónus... pólskan aftur á móti heillar.

Súsý, búin að svara þér. Sonurinn hefur stækkað síðan þú sást hann sem mig minnir að hafi verið rétt eftir fæðingu... en þú fékst að fylgjast með bumbustækkuninni!