5. des. 2007

fer að verða búið...

jæja, komin til Keflavíkur. Búin að hertaka herbergi kærastans og ligg og slefa yfir þroskasálfræði. Veit ekki alveg með þetta, finnst ekkert sitja eftir í huganum þegar ég er búin að lesa. Les um fræðinga sem hallast ekki af utanbókarlærdómi, og hvað er verið að biðja mann um að gera í þessum áfanga, læra utanbókar! Ekki mitt svið, gæti fengið 10 fyrir að gera ritgerð um bókina og alla þessa fræðinga...

en miki asskoti verður lífið ljúft þegar þetta verður búið. ætla sko að knúsa börnin mín sem ég hef vanrækt síðustu vikur. skreyta heimilið, baka smákökur, taka til og já, alveg rétt, finna mér atvinnu sem mér líður vel í!

en áður en ég get gert allt þetta verð ég að lesa lesa lesa og læra utanbókar... þyrfti að búa mér til vísu, svona einsog Árni kennari í Hlíðaskóla kenndi okkur.

næsta færsla kemur ekki inn fyrir en 10. desember!

Go me go!

Engin ummæli: