19. nóv. 2007

Athyglisbrestur

og ég held að ég þjáist af honum. Held að ég hefði verið greind þannig ef skólakerfið hefði verið þannig á sínum tíma. Ef eitthvað er að nemendum eru þeir sendir í greiningu.
Ég sit sveitt og pikka, er að gera verkefni og ég stend upp á 10 mín. fresti. Ég get ekki setið kyrr. Get bara einbeitt mér í smástund. Arg... og verkefnið fjallar um athyglisbrest með ofvirkni.

Ég er allavega ekki ofvirk, vild ég væri það!

Best að standa upp og labba um íbúðina.

Engin ummæli: