18. okt. 2007

Samræmduprófadagar... er ekki enn að skilja það dótarí.

Veit ekki hvort ég þrauki þetta allt saman. Varð því að gera eitthvað, tók stóra ákvörðun sem lítur út í fljótu bragði, að ég hafi gefist upp. En hef það ekki rass, heilsan mín, börnin mín og námið mitt skiptir mig meira máli en að vera leiðbeinandi í grunnskóla. Ræði þetta mál síðar.

Er spennt og líka kvíðin fyrir morgundeginum. Þá mun ég standa fyrir framan ágætan hóp nemenda í Iðnskólanum. Ég ætla að útskýra fyrir þeim munin á forvinnslunni fyrir flexóprentun og offsetprentun. Fór uppí Plastprent í dag og náði mér í sýnishorn af hinum og þessum pokum. Er svo búin að vera föndra glærukynningu.

Nú, svo kemur bara í ljós hvort ég geti ælt þessu útúr mér á lærdómsríkan hátt!

Engin ummæli: