3. okt. 2007

Ég fann kúta...

þýðir ekkert að væla neitt. lífið heldur áfram og ef maður ætlar að láta allt ganga er ekkert hægt að stoppa. er ekki eins ánægð í vinnunni eins og ég hélt að ég yrði. held ég hafi bara aldrei tekið að mér erfiðara starf. er svo krefjandi, orkutakari en maður fær sem betur fer pínu af henni til baka, ruglingslegt, erfiðir nemendur sem fá of mikla athygli, góðir nemendur sem týnast, undarleg stjórn (skólastjóri og aðstoðar), langt í burtu, of oft slæmur matur, of mikið kaos og svo síðast en ekki síst ekki laun í samræmi við þetta allt. Jájá, ég vissi meiri hlutann af þessu áður en ég sótti um...

en ég er á leiðinni í Iðnskólann í æfingakennslu. það verður gaman og spennandi því ef ástandið er svipað þar þá get ég bara pakkað niður skóladótinu og sagt upp vinnunni og hringt svo í Árna (adios) og spurt hvort það sé laus staða hjá honum. eða það verður svo gaman í IR að mér verði boðin staða þar og sem betur fer er ljósið orðið gullt þar. (hefði átt að taka því sem þeir buðu mér í haust, arg arg)

En ég á ekkert að vera pikka hér, er búin að knúsa og kyssa börnin góðanótt, ætti svo heldur undirbúa æfingakennslu, bekkinn minn fyrir samræmdu prófin, eða læra pólsku svo ég geti tjáð mig við nýja nemandann minn, eða tekið til heima hjá mér já eða bara fara í bað. of langt síðan ég gerði það!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohoh.. elsku dúllan mín, við verðum að fara hittast við tækifæri mjög fljótlega, kíktu í heimsókn þegar þú ert barnlaus, eða við kíkjum í á kaffihús eða eitthvað slíkt :o)Kv HILDA

Nafnlaus sagði...

æi knúsí knús... er þetta ekki bara erfitt fyrst síðan smá versnar það... he he ... nei nei þetta lagast, verður orðið fínt í vor ;O)
Annars væri nú gaman að fá þig hingað aftur... Adios