19. jún. 2007

Góður nemandi, duglegur nemandi.

Það er annar dagur í staðlotu. Og ég blogga bara. Ég er ekki að nenna þessu. Gott veður úti og leiðindakall að tala um hugmyndasmiðju. Mig langar bara út, fara í sólbað, helst inní Hvalfjörð. Það er auðvitað ekki í boði þar sem að ég þarf að læra og eyða þrem tímum á leikskóla.

Og já, ég fékk smá hint um að ég gleymdi að nefna eitt brúðkaupið sem var líka í fyrra en ég er bara enn að jafna mig á því að hafa ekki verið boðið í það og var því ekkert að minnast á það... nei grín, ég bara gleymdi að minnast á mína frábæru, yndislegu Sólveigu (vélmenni) sem gekk að eiga hana frábæru Snædísi.

Þarf að gera ritgerð, neyðist til að klippa þessar fallegu neglur mínar. Er ekki að höndla þetta lyklaborð með þeim.

2 ummæli:

La profesora sagði...

ég er eiginlega svolítið fegin að vera ekki þarna líka...hehe

Nikita sagði...

já ég væri alveg til í að skipta við þig en þó, þú misstir af snildar "fyrirlestri" a la Gunnlaugur!