17. jún. 2007

Brúðkaup og Pretty in Pink

Ég er búin að fara í tvö brúðkaup á þessu ári, mun missa af einu en Ingunn ætlar að eiga hann Ulle í Danmörku. Í fyrra gifti Edda sig og líka hún Olga. Nú má segja að við séum bara þrjár ógiftar og kannski að Nína og Keith verði næst þar sem að sokkabandið hennar Sillu skaust í hann. En það er alltaf svo gaman í brúðkaupum. Sjá vinkonu sína síðan úr barnaskóla gifta sig. Og svo er alltaf gaman þegar við hittumst allar og mynd tekin af okkur. Þessi var tekin í gær :)


En ég má til með segja frá föstudagskvöldinu. Ég fór uppí bústað til að hitta hana mömmu sætu sem átti afmæli og borðaði með þeim. Þegar ég kom heim langaði mig að horfa á eitthvað en fann ekki neitt. Svo mundi ég eftir hinni skemmtilegu mynd sem ég er búin að eiga í langan tíma, horfði á hana einu sinni á dag fyrir 20 árum síðan en það er hin frábæra unglingamynd Pretty in pink Ég fékk smá gæsahúð en hún er svo sæt og krúttleg þessi mynd. Og svei mér þá ef að kossinn þeirra í lok myndarinnar sé ekki bara sá besti, slær jafnvel kossin úr The Note Book. Sumar myndir eru best geymdar í minningunni en þessi flokkast ekki undir það hjá mér. Eina sem truflaði mig þegar ég var að horfa á hana var að ég vonaðist til að Jensinn kæmi ekki heim á meðan. Þá hefði ég þurft slökkva á tækinu. Hún er nebbilega ekki við hæfi stráka og alls ekki þá sem sáu hana ekki á sínum tíma.

En nú ætla ég að fara læra... eða taka til.




4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ
Ertu ekki að grínast með Pretty in pink! Erum búnar að vera að leita af henni og langar ótrúlega að horfa á hana. Þetta segir manni bara það að við verðum að fara að hafa videokvöld Ester!!
Kv. Sólveig og Snædís

Nikita sagði...

hahaha, já en það verður ekki Pretty in pink heldur FEDS!

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ,
það voru nú fleiri sem giftu sig í fyrra :) smá ábending að vestan, en takk fyrir skemmtilegt kvöld og vonast til að hitta ykkur sem fyrst aftur...
Kveðja Olga

Nikita sagði...

Já það er rétt hjá þér en Sólveig fyrirgefur mér að hafa ekki minnst á það enda er ég enn svo sár því mér var ekki boðið og þær vita sko að því.