14. maí 2007

Dagurinn i dag...

Ohh, ég hlakka svo til að hætta þessari aukavinnu. Langar að geta bara farið beint heim eftir vinnu, kysst og knúsað börnin, farið með þau í sund og eldað góðan mat. En nei, beint að skúra, heim að elda, sinna og dúllast í krökkunum, koma þeim svo undir sæng og þá fer ég í hópavinnu með Sillu og Öðu.
Finnst þetta ægilegt því ég myndi helst af öllu í dag vilja kyssa og knúsa Jensann minn en hann er að skila ritgerðinni inn í dag. Ég held ég geti ekki sett mig í hans spor, hversu mikill léttir þetta sé fyrir hann að vera búinn. En sem betur fer sækir hann mig í dag svo ég fæ aðeins að sjá hann áður en hin dagskráin tekur við.
En hann á líka afmæli bráðum og þá fær hann sko dekur :)

4 ummæli:

Sívar sagði...

Dekur?

Ætlarðu að vinna í staðin fyrir mig? :)

Nikita sagði...

Aldrei að vita hvað ég geri fyrir þig sæti... og btw. ég veit að þú ert ekki að vinna fram á nótt!

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá að þú ert farin að blogga aftur. Ég var farin að sakna þín.

Nikita sagði...

Gaman að heyra það skvís!