5. feb. 2007

Tuð, samkomulag, sátt, ritgerð og flottur bíll.

Þetta var bara dáldill púl dagur. Byrjaði daginn á að skila inn yndislega, fallega, frábæra bílnum mínum inná verkstæði og keyrði þaðan í burtu á rosa flottum suzuki sem varð heitur áðurn en ég setti hann í gang. Er að spá í að það hvort bifreiðaverkstæði og bílaumboð séu með samninga. Eftir fimm daga á flottum bíl langar manni ekkert í gamla bílinn og fer því og kaupir einn, nei afsakið, meina fær lánað fyrir honum og verður fátækari en lifir ákveðnum lúxus. Ég vona að Hilda tali við mig eftir þennan lestur en við erum svo ósammála um fjárfestingu í bifreið.
Laun, laun og aftur laun. Er búin að taka að mér fast skrúbbajob, hætt þessum þeytingi, leið vel á eftir. Er búin að skila ritgerð í fullorðinsfræðslunni, leið rosa vel á eftir. Komst að því að ég hef misskilið ákveðna manneskju í of langan tíma og ætla að hætta að dæma og ákveða fyrirfram hvað fólk er að hugsa. Núna bíð ég eftir að fara í heita baðið mitt og fá næturgest og svo auðvitað bíð ég eftir því að verða 32 ára!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohoho.. ætli við séum ekki búnar að tala saman ;o)
kv Hilda bílakelling..
ps. Til hamingju með afmælið elsku Ester mín knús og kossar..