12. feb. 2007

Bíladót = fáklæddar gellur!

Hvað er það með gellur í nánast engum fötum og bíladót? Hann pabbi hefur unnið á bílaverkstæði síðan ég fæddist og ég man alltaf eftir dagatölunum með brjóstakonunum. Ok. þetta var bara eitthvað sem var og er á flestum verkstæðum, sem tengist bifreiðum, hef ekki séð svona á t.d. tölvuverkstæðum. En svo fór ég með bílinn minn á verkstæði sem leit nokkuð vel út, svona hrein og fín móttaka og verslun. Ég var að svipast um í versluninni og tók eftir því að það var alltaf sama daman utan um vörurnar í mismunandi stellingum. Og í þessum silfraða, þrönga galla sem var ýmist rendur upp pínu, helming eða alla leið. Kjánalegt logo þar á ferð. En það var alveg sama hvað ég skoðaði alltaf einhver gella á umbúðunum.
Ég fékk mér bara sæti. Var farið að líða bara hálf skringilega þarna inni. Þá var mér litið á borð fyrir framan mig og þar lágu bílablöð í hrúgu en það sást varla í bifreið á forsíðunni heldur fáklætt stúlkugrey! Ég varð að fletta aðeins í þessu, bara til að athuga hvort þetta væri bílablað eða kannski bara kallablað sem ætti frekar heima inni á salerninu í þessu fyrirtæki. En nei, þarna voru bílahlutir og á hverri síðu var ný gella í ljótum nærfötum sem lá á skrúfuhrúgu eða ofan á felgu.
Ég fatta þetta ekki. Geta karlmenn ekki ákveðið hvað þeir eiga að kaupa í eða á bílinn sinn? Þarf virkilega að setja fallegan kvenmann í dræsulegan klæðnað og ríðulega stellingu til að þeir kaupi þetta dót?

Hvers vegna eru ekki gullfallegir karlmenn, vel skornir og brúnir í tupperware bæklingi? Samt alveg pottþétt að ég kaupi ekkert frekar hnoðskálina frá því fyrirtæki ef kall á brókinni væri að hnoðast með hana.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já alveg merkilegt nokk....

Nafnlaus sagði...

ég kaupi mér bara vörur ef það er hálf nakinn karlmaður á umbúðunum.
maja, hinn kennaraneminn