13. jan. 2007

Skipulagningarhæfileiki

hann myndi ég vilja hafa. Ætla virkilega að reyna mitt besta á þessu ári að skipuleggja mig og allt í kring. Finn það líka að ef ég er skipulögð t.d. sest niður með börnunum og við ákveðum hvað eigi að vera í matinn út vikuna, líður mér rosa vel enda það erfiðasta sem ég geri klukkan fimm á daginn er að taka ákvörðun hvað eigi að vera í matinn. En þetta er bara brot að vellíðan varðandi skipulagningu. Þessi helgi var nokkuð skipulögð og ég sit núna og bulla með bros á vör. Búin að læra, versla, fá vesturbæjarvini í heimsókn til krakkanna (sem var skipulagt í gær meira að segja) og vá, kvöldið nokkuð planað, morgundagurinn líka.
En svo auðvitað fer allt í rúst í næstu viku því ég veit aldrei hvert mér verður plantað af ræstingadótinu.

Fit-pilates er alveg frábært fyrir utan ógleði sem ég virðist alltaf lenda í þegar ég er að gera ákveðnar æfingar, held það tengist frekar öndun heldur en líkmasrækt og þessum stöðvum, en ég mun spyrja kennarann af þessu ef ég lendi nú í því að kasta upp í tíma... er meira fyrir heima leikfimi heldur en erobikk og pallatíma ;)

Ætla nú að skoða betur MindjetMindManager og lesa bókina "þú átt nóg af peningum"

Tútelú

Engin ummæli: