10. jún. 2009

Dillur

Ég á yndislega systur sem gerir allt fyrir mig
ég á frábæran bróðir sem því miður býr langt frá mér
svo á ég besta pabba í heimi sem ég er mjög lík enda best sjálf
mamma er einsog margar mömmur held ég bara, ég veit samt ekki alveg hvar hún er í dag...

þá eru það amman og afinn sem eru yndisleg og gera líka allt fyrir mig en það er eitt sem fylgir (held ég aldrinum) að afi gamla fær oft dillur. Hann elskar lýsi og telur að það sé undralyf, það þýðir að ég á fullan skáp af lýsi í vökvaformi og pillu... svo vildi svo til að fyrir fjórum árum síðan þá fór frumburðurinn á veiðinámskeið og eftir það er hann veiðimaður að mati afa gamla. Af því tilefni gaf hann frumburðinum fluguveiðistöng í fermingagjöf og svo er hann búin að hringja stöðugt til að minna mig á að skrá hann á fluguveiðinámskeið. Nú, ég auðvitað skrái drenginn og hann var sko ekki sáttur, segist ekkert vilja fara og finnst það ansi undarlegt að vera píndur í eitthvað. Púff, það varð svona deisjavú. Ég sagði að hann færi bara og ekkert væl. Hann skyldi prófa og þá væri hægt að útskýra það fyrir gamla manninum hvort þér líki þetta eða ekki. Vertu svo bara fegin að hafa ekki lennt í því sama og ég, að vera pínd í píanó í 12 ár...
Hann var orðin pínu sáttur áðan þegar ég keyrði hann, greyið.

En ferlega er þetta óþolandi að þessir fjölskyldumeðlimir geti ekki skilið þetta. Nei, þeir láta mann fá samviskubit yfir því að hafa sóað peningunum! Aldrei bað ég hann um að kaupa þessa stöng.

Og hvað er það svo með ókurteist fólk á vinnustaðnum mínum, vissi ekki að það væri til!

1 ummæli:

jeg sagði...

Já það er vandlifað í þessum heimi mín kæra :)
Hér er nú meira kvartað undan að fá ekki þetta og hitt en það er önnur saga. Enda er líka langt í allt :)Hver veit nema að gæinn finni sig í þessu hobbýi en þetta á jú ekki við alla :)
Knús og kossar svkís :)