5. nóv. 2008

Ég er að reyna að vera dugleg. Tókst að klára verkefni í gær fyrir lífsleikni en það var kannski bara af því að ég var ekki ein í því. Ligg hjá litlu skvísunni minni á kvöldin svo hún sofni vel, verð að passa hana, hún er svo mikið að flýta sér að verða fullorðin.
Er búin að fá tíma hjá lækni. Hún hringdi í mig því ég þarf að fara í blóðrannsókn útaf skjaldkirtlinum. Sagðist vera alltaf svo þreytt og kannski þyrfti að auka skammtinn. Hún spurði hvort það gæti verið eitthvað annað sem olli þessari þreytu... hmmm???? uuuu nei nei. Hún ætlar samt að bæta við einhverjum mælingum. Svo hitti ég hana í næstu viku. Ef ég verð enn í svona tómu tjóni þá spyr ég bara hvort það séu til pillur við ástarsorg! Kannski verður runnið af mér, kvíður samt fyrir næstu viku, að vera ein... þá er auðveldara að missa sig í einhverju rugli, sé fyrir mér endalausar baðferðir við kertaljós og tónlist til að væla við. Nú segir Guðrún Hlín ojbara!
En er það ekki bara í lagi, að missa sig bara og vakna svo einn daginn, ferskur og fínn og til í allt.

Annars þykir mér það afskaplega leiðinlegt að heyra hversu margir í kringum mig eru að skilja eða hætta saman. Ætli þetta tengist kreppunni?

Engin ummæli: