28. ágú. 2009

Risa frelsi

að vera laus við Vodafone. Ég er búin að vera viðskiptavinur þeirra í ábyggilega 15 ár en það skiptir þeim engu máli.

Einu sinni buðu þeir uppá "góðan pakka" sem ég fór í. Þegar hringt var í mig frá Tali og þeir að reyna fá mig til sín ákvað ég að skoða mín símamál og sá þá að allt frá Vodafone hafði hækkað töluvert, svona miðað við þenna "góða pakka" frá þeim. Þegar ég ræddi við þá fékk ég þá skýringu að "góði pakkinn" væri ekkert lengur í boði, og spurð í framhaldi að því hvort ég vildi ekki færa mig yfir í Gullið! Þeir hafa eflaust verið hálf fúlir yfir því að ég hafi komist að þessu því auðvitað voru þeir að græða ansi mikið á mér, þessum vitlausa kúnna sem var ekkert að fylgjast með yfirlitinu frá þeim.
Djöf... varð ég pirruð en þeim var alveg sama hvort ég væri þar eða hér og vildu ekkert koma til móts við mig. Þegar reiðin var runnin af mér ákvað ég að breyta úr "góða pakkanaum" yfir í "hinn góða pakkann" (Gullið) og guð má vita hversu mikið hann hefur breyst.

En svo kom Risa frelsi og ég, þessi vitlausi kúnni stóð með 11 ára gamallri dótturinni sem vildi fara í það, eitthvað svo kúl! Ég taldi mig hafi lesið allt sem lesa þarf og sá ekki betur en þetta væri nú eitthvað sniðugt fyrir barnið.
1990 kr. risa frelsi var keypt fyrir afmælispeninginn og taldi ég að það ætti að duga henni út árið þar sem að hún var nú búin að vera ansi lengi með sína 500 kr. inneign.
En svo kemur að 5 punkta letrinu sem er í 10% rasta á skráningasíðu Risa frelsis Vodafone, að Risa frelsi gildir í 30 daga. Enda fannst okkur undarlegt að barnið væri búið með inneignina á svona stuttum tíma.

All right, mín mistök, mitt klúður. En ég stend samt á því að þetta er óskýr auglýsing og hef ég heyrt að fleirum yfirsást þetta.

En hvað finnst Vodafone um það?
Ekkert. Þeim er alveg skítsama svo lengi sem flestir koma í viðskipti til sín en þeir átta sig ekki á því að þeir koma auðvita bara í 30 daga og fara svo eitthvert annað.

Og hvað gerir Vodafone þá?
Búa bara til nýja flotta auglýsingu sem segir í raun ekki rass og vitleysingar einsog ég rjúka til...

en nú er ég rokin og það til Símans.

Adios!

3 ummæli:

jeg sagði...

Það er nefnilega eitt sem er fáránlegt hjá þessum símafyrirtækjum og það er þessi 30 daga kerfi.
Að þurfa að fylla á hvort sem þú ert búin með inneignina eða ekki til að halda inni afslættinum .....RUGL.
Svo ég segi bara ......passaðu þig á þessu 6 VINIR hjá símanum. Því það þarf að borga 2000 kr á mán.til að halda frítt í vinina.
Ég er með venjulegt frelsi og þarf að borga 1000.- á 30 daga fresti til að halda inni frítt í 3 vini. og það passar mér fínt......en það eru líka bara vinir innan kerfis.....svo ég sleppi bara að hringja í kallinn :) en hann er hjá NOVA.....ég þrjóskast við að fara ekki þangað.

Nafnlaus sagði...

Vodafone er ástæðan fyrir því að ég fór í Neytendasamtökin - það dugði ekkert annað á þessa djöfla!

Kv.
Sólveig

Nafnlaus sagði...

Ég færði gsm og heimasímann minn yfir í Tal.
og ég hef aldrei fengið eins lágan reikning.
í heimasímanum hringir maður frítt í aðra heimasíma og borgar aðeins 1990 fyrir á mánuði.
ég er með frelsi í gsm og þar hringi ég frítt í 6 vini óháð kerfi. Kemur sér einstaklega vel hjá mér.
mér dugar að fylla á símann 2000 krónur á mánuði. og inneignin entist allan mánuðinn þrátt fyrir mikla símanotkun hjá mér.

en síminn hefur það framyfir Tal að það er miklu einfaldara að fylla á hjá þeim.
kv. Eva