29. jan. 2009

Ég og stærðfræði

hvernig í ósköpunum gat 10+10+6+6+6 orðið 34? jú, það er af því að ég var að leggja saman í huganum. Frábært, geggjað! Í raun bara fúlt að hafa fattað þetta því ég hefði bara klárað háskólanámið næstu áramót með hugarreikningi.

En þetta þýðir að ég þarf að ákveða hvort ég eigi að fækka einingunum niður í 32 eða kíla á þetta og fá svo auka fjórar fyrir að aðstoða nemanda með þroskafrávik?

Ég þarf líka að ákveða margt annað í lífinu og vil helst taka ákvarðanir strax en sumir segja að þess þurfi ekki. Djöf...

og svo er ég búin að fá nóg af fólki sem lifir í einhverri sjálfblekkingum, ég er bæði reið út í það og vorkenni líka.

jæja, ætla að fara koma nýju græjunum í gang.

Tútelú

Engin ummæli: