8. nóv. 2008

Ein löng færsla

Í hvert sinn sem ég leggst á koddan og fer að sofa þá hugsa ég bara um að blogga. Um helling sem mig langar að skrifa en er frekar erfitt að koma frá sér, og þá fer ég að velta því fyrir mér hvernig ég geti skrifað það. Ég hlusta ansi mikið á einn ákveðin disk og ég get lifað sjálfa mig inn í næstum öll lögin á þeim fjanda. Ég er bara hreinlega að spá í að henda honum fljótlega.

Did you ever think of me when I cried?
Did it cross your mind to swollow your pride
and feel sorry about all those lies?

Now when your tricks aren´t working
now when you´ve lost in our game,
do you feel small, are you hurting?
Have you learned or are you always the same?

Do you still hunger for true love?
Or did you give up your search?
Just when you heard it was calling
you must run away, too scared to be hurt.

Did you ever think of me when I cried?
Did it cross your mind to swollow your pride
and feel sorry about all those lies?

Maybe you what you´re missing
or maybe I´m lost in your mind.
I will move on, you´ll keep looking
for the perfect things that no one will find


Ég er ein af þeim sem þoli stundum ekki netið. Ég er ein af þeim sem á erfitt með að standast þá freistingu að “lesa” sumar síður sem að ég verð einfaldlega að hætta að lesa því þær gera mig bara reiða og pirraða.
Annars líður mér bara þokkalega vel miðað við allt saman. Ástarsorgin er eiginlega búin enda þýðir ekkert að vera væla yfir einhverjum sem vill eitthvað annað en mig sem er auðvitað óskiljanlegt.
Svo ég er að husga um að fara eftir því sem að kennarinn minn sagði í dag í silfursmíðinni. Við máttum koma með það gull sem við áttum heima og bræða það og búa til eitthvað annað. Minn fyrrverandi eiginmaður gaf mér nokkra slíka hluti og fór ég með einn af þeim og bræddi hann og setti á silfurarmband sem ég er að búa til. Þá sagðist kennarinn bara ekki skilja það hversvegna konur væru ekki bara alltaf að ná sér í nýja og nýja gæja sem væru endalaust að gefa þeim gull og þá ættu þær nóg til að bræða...

Þannig að það er nóg að gera hjá mér á næstunni. En númer eitt tvö og þrjú, hætta að lesa síður á netinu.

Adios

1 ummæli:

jeg sagði...

Já það er margt sem freystar manns á netinu til að lesa. Annars er ég nú aðalega í að lesa blogg *hóst* og ef efnið er leiðinlegt hætti ég bara og fer á næsta.
Silfursmíði ......spennandi.
Annars er ég svo hugmyndadauð eða var það snauð ???? æææjjj það er víst enginn munur þar á .... að ég gæti nú lítið meikað.
Annars knús og klemm á þig skvísó og eigðu ljúfa viku framundan.
kv.Jóna