19. okt. 2008

Ég skemmti mér svo vel á föstudaginn. Ég fór í óvissuferð með vinnunni og allir voru í einhverjum búningi. Deildin sem ég fékk að fljóta með voru pönkarar svo að stór draumur rættist hjá mér :) Að sjálfsögðu gaf ég þessu vel, fór til Þóru og lét hana sjá um hanakamb og málningu, fékk Evu beib að redda einhverjum fötum og svo var gramsað inní herbergi dótturinnar og ljótt gervitattó fannst þar. Ég var auðvitað alveg að fíla mig í botn og loksins er ég sátt við það hvernig ég myndaðist. Læt því eina nei nei, gefum þessu, set tvær hingað líka, gat ekki ákveðið mig!


Laugardagurinn var auðvitað ónýtur, er bara enn að ná mér. En það þíðir ekki rass að liggja í leti og vorkenna sér, börn og lærdómur, þvottur og vinna bíða spennt eftir athygli minni.

tútelú!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hef sagt það áður og segi það eftur... þú ert geggjað kúl....

luv jú big time...
Eva