24. sep. 2008

Lífsleikni

er eitt af þeim námskeiðum sem ég er í á þriðjudögum klukkan þrjú. Ég vildi að hann væri fyrr því þegar hann er búin um fimm þarf ég að flýta mér, vera á spani og það er leiðinlegt þegar börnin eru hjá mér.
Ég mætti í tímann og hann er svo skemmtilegur, svo róandi og hún Ásdís kennari er alveg æði. Gefur frá sér svo jákvæða orku að maður fer út brosandi, brosandi yfir öllu því sem maður á eftir að gera. Ekkert stress lengur. Þetta er bara einsog einn góður tími hjá sála. Það var ekki einsog þetta væru neikvæðir hlutir sem voru á dagskrá, ekkert neikvætt við að eyða tíma með börnunum, kærastanum og fara í magadansinn. Ó nei... ég var bara ekki að nenna þessu.

en svo breyttist öll dagskráin sem er allt annað mál! :)

Engin ummæli: