18. sep. 2008

I´m back

Þetta voru skemmtilegir tveir dagar í Hrútafirði. Allt gekk vel.
Ég brunaði í skólann, hélt áfram að smíða minn silfurhring kíkti svo aðeins til ömmu og afa en hann átti afmæli í gær. Þar sýndi amma mér myndaalbúm sem hafði fundist og mér finnst svo gaman að skoða myndir síðan þau voru ung. Þarna var ein af henni gömlu úti á svölum og ein af henni að stússast í eldhúsinu og það sem er svo magnað við þetta er að þau búa enn í sömu íbúðinni. Sem er kannski ekkert skrítið, eða hvað. Kannski finnst mér það af því að þau búa í blokk sem lítur ekkert út fyrir að vera gömul... ení vei. Svo var farið að vinna og brunað svo til Keflavíkur en ég held að ég verði að vera duglegri að fara og sýna mig og sanna nú eða breyta nafni mínu í Ísabellu og láta kalla mig Bellu Þorsteinsd!!!

En nú sit ég í stofunni hjá gaurunum og reyni og þykist vera að læra... kem mér bara ekki alveg í gang.

Ein mynd í viðbót úr firðinum af honum Jozsef sem kom frá Rúmeníu í sumar og er svo duglegur og jákvæður, brattur og seigur með yndislega nærveru og er farin að tala helling í íslenskunni.

2 ummæli:

Sívar sagði...

Nei þú mátt það ekki.. þá væru tvær Bellur í mínu lífi og myndi flækja það all verulega

"Ég ætla dúllast í henni Bellu í kvöld"
"Nú á að fara að búa til myndband?"
"Ööö... nei.. ekkert svoleiðis í gangi"
"Hva, hefurur ekki prófað það, það svínvirkar, maður verður vinsæll á Youtube og alles"

Þú skilur, gengur ekki!

Nikita sagði...

ok elskan... mér þykir líka svo vænt um nafnið mitt. En ég vil ekkert að þú verðir "moviestar" á youtube því þá þarftu að fara sinna því. Gætir þá alveg eins farið og spilað vitleysuna sem sambýlingar þínir spila.