4. sep. 2008

er út á túni...

ferlega pirrandi að vera byrjaður í skólanum en samt ekki getað byrjað vegna seinagangs stjórnenda og kennara. Ekkert nýtt svo sem, en málið er að ég er skráð í þrjú námskeið, nokkuð örugg með að fá eitt metið því ég er jú búin með 60 einingar í þessum ágæta skóla. Ekkert gengur að ná í brautastjóra, manni er flakkað á milli manna og svo í dag hélt ég að þetta kæmi nú á hreint en bíð enn, nema nú heyrði ég að ég fengi jafnvel öll þau þrjú námskeið metin.

Ég gekk því um skólann í morgun og var frekar lúin úti á túni þegar ég mætti Mr. Steik en það fannst mér svo asskoti skemmtilegur kennari í fjarnáminu og ég bara vatt mér uppað honum og lét hann vita af því. Hann varð auðvitað mjög ánægður að heyra og mundi eftir þeim fyrirlestri sem hann hélt og allt varð brjálað! hahahaha, æði. Hann sagðist líka sko pottþétt skrifa uppá eitthvað ef mig vantaði vegna matsins. Já, og hann bað að heilsa fjarnemahópnum mínum :)

vona að síminn fari að hringja!

Engin ummæli: