18. jún. 2008

Loksins smá ró

Er búin að vera á fullu síðan mín yndislegu börn fóru til pabba síns. En ég er rosa ánægð með mig, alveg að springa úr stolti. Ég útskrifaðist á laugardaginn úr KHÍ, mun endurtaka slíka hátið að fjórum árum liðnum en ég var að fá staðfestingu á inngöngu í Háskólann. Ma og pa buðu okkur í hádegismat eftir the handshake og svo var brunað á Völlinn og dottið í það. En þríeykið var að flytja inn í nýja íbúð og ég ákvað að gefa þeim einn lítinn og sætan gullfisk, hann Pétur en greyið lifði ekki nótina af. Þeir voru miður sín og segjast ætla að ná í nýjan Pétur...

En svo auðvitað aðalmálið en ég dansaði magadans á Ingólfstorginu í gær ásamt samnemendum. Tókst bara mjög vel þrátt fyrir rok og breytingu á síðustu stundu.
Er því búin að vera síðustu daga að æfa á fullu og vesenast í búningnum sem Josy lánaði mér og vill auðvitað selja mér. Ekki búin að taka ákvörðun með það.

Ég segi bara takk elsku tengdó fyrir saumaskapinn, takk Eva fyrir fyllinguna, takk Guðrún og Monika fyrir stuðningin og auðvitað takk ástin mín fyrir þolinmæðina. Held hann vilji gjarna sjá nýjan dans núna.

Á dagskránni: Heimsókn til Sólveiga og Snædísar, brúðkaup uppá jökli, heimatiltekt, Sigló og afslöppun!

Adios

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við Monika mættum bara til að geta bent fólki á, yess við þekkjum hana, getum reddað eiginhandaráritun fyrir litla umbun, hóst, pólsk mafía, eða rússnesk man það ekki alveg, bros að ofan

Nikita sagði...

sæta sæta... þú kíkir bara niður og ég skal gefa þér eiginhandaáritun, bara hvar viltu fá hana?

Nafnlaus sagði...

Ekki málið Ester mín..ég skal fylla á hvenær sem er..bara gaman af því ;)

kv.Eva