28. mar. 2008

oggu pínku fréttir...

er varla að nenna þessu bloggi lengur en ég er bara svo kát og hress í dag því ég hef ákveðið næstu árin mín :)

ég er að byrja í Háskóla Íslands næsta haust. Og í hvaða nám haldið þið?

Tútelú

6. mar. 2008

í dag fékk ég og allir hinir í vinnunni, tölvupóst frá markaðskallinum. Hann bað okkur að breyta undirskriftinni í tölvupóstinum og sendi góða uppskrift með um hvernig ætti að gera. Mér gekk eitthvað illa með að fá sjálft logoið til að sjást en eftir fúllt atvik á mánudag þar sem að gáfur mínar og þekking voru drepnar niður á 0,01 sek.broti, ákvað ég að leggja ekkert á mig til að sýna hversu klár ég er og sendi því fyrirspurn á manninn og bað um útskýringu. Fékk ekkert svar.
Nokkru síðar var maðurinn kominn niður og á fullt tjatt við hina kallanna. Þeir voru í sömu vandræðum og ég. Daddrrarr... og þá auðvitað varð ég að missa mig í að finna út vandamálið, sem ég auðvitað gerði á 0,30 sek. Lét manninn vita, sem kom og sá og játaði sig sigraðann í þessu máli. Fór svo aðeins frá borðinu mínu en leit aftur við og sagði hátt og skýrt: sendu fólkinu póst og láttu þau vita hvernig á að gera! Gerði það en var beðin að koma og aðstoða hina og þessa. Og mér til mikillar skemmtunnar var sagt að ég væri rosa klár og alles...

Elska svona móment í vinnu. Svona atvik þyrftu að gerast á hverjum degi í vinnunni til að ég gæti sýnt og sannað að meira er í mig spunið heldur en þokkafull rödd á hinni línunni.