4. feb. 2008

Bjargvættar, dekur og afmæli

Þar sem að ekkert er að gerast í atvinnumálum mínum langaði mig mest að skríða undir sængina og vera þar. En Sólveig var reyndar búin að láta mig vita að hún yrði í bænum og færi aftur heim til sín, sem er Ólafsvík, á miðvikudag. Ég ákvað því að fara með henni, bjóða henni far. Við lögðum af stað seint um kvöldið og uppá einhverjum höfðanum urðum við pikkfastar. Sem betur fer náði Sólveig í konu sína með því að vera nánast klesst uppvið framrúðuna með gemsann. Snædís náði sambandi við hjálparsveitina sem að sjálfsögðu kom og dró okkur í bæinn. Ég leyfði svo öðrum bjargvættinum að keyra bíl minn upp að dyrum. Næst tóku við frábærir dagar og svo á föstudag kom kærastinn og þá varð allt enn betra. Ég held að við höfum tekið Catan maraþon ásamt því að prófa fleiri spilategundir og situr Svínarí enn í minninu.
Ferðin gekk vel í bæinn og alltaf svo gaman að fá ungana sína en ég fæ þó lítið að sjá þann eldri þar sem að hann er farinn í Hrútafjörðinn, á stað sem ég því miður á ekki skemmtilegar stundir.

Núna er ég búin að senda inn fjórar starfsumsóknir. Nú er bara að bíða. Já, og svo á ég afmæli á miðvikudaginn. Alltaf gaman að eiga afmæli :)

Engin ummæli: