18. des. 2007

Líður vel, mjög vel.

Ég á alveg stórkostlegan kærasta. Er svo frábær. Hann er búin að bjóða mér á tónleika með Ragnheiði Gröndal sem við tengjum við okkur. After the rain hljómaði ansi oft fyrstu vikurnar... og reyndar enn því ég spila hann oft í bílnum.

En núna er ég búin að rífa niður skápinn í herbergi dóttur minnar. Mjög góð útrás, bókstaflega braut hann niður (pabbi sagði). Gott eftir prófin. Er búin að kaupa gjafirnar en á eftir að pakka. Svo á morgun fer ég á litlu jólin hjá 7.bekknum mínum og svo sæki ég bróa, alltaf gaman að fá hann yfir jólin. Kemur seint svo ég missi af Catan kvöldi með Ragga, Óla, Tinnu og auðvitað kærastanum en mun kíkja seinna um kvöldið því auðvitað þarf að keyra suma heim til sín... hann þarf að hætta þessu kjánaskap og fá sér bíl! Veit alveg að það er dýrt en er þetta ekki bara orðið nauðsynlegt að hafa?

1 ummæli:

Sívar sagði...

Nei það er algjör óþarfi að fá sér bíl þegar á maður svona yndislega og frábæra kærustu!