9. nóv. 2007

Hætt að vinna, byrja að læra!

Ég skrapp til Keflavíkur í gær. Knúsaði kærastann, fór með hann á heilalausavitleysu í kvikmyndahúsi bæjarins, Halloween. Mæli með henni ef þú hefur ekkert annað gera. En svo var rokið á fætur og brunað uppá Kjalarnesið. Þar átti ég góða stund með nemendum mínum, fengum okkur popp og djús og horfðum á Super Size Me. Áhuginn minnkaði þegar um 10 mínútur voru búnar af myndinni. Skil það ekki, finnst hún frábær. En þau eru jú bara 12 ára, kannski of leiðó mynd fyrir þann aldur. En þeim langaði ekki í maggadóna eftir myndina, var meira að segja orðið illt í maganum af poppinu.
Ég var auðvitað knúsuð af þeim öllum. Mun sakna þeirra helling. Þau ætla að bjóða mér á liltu jólin sín.
Starfið mitt hefur verið sett niður á þrjá starfsmenn skólans. Námsráðgjafinn, stærðfræðikennarinn og svo aðstoðarskólastjórinn. Ef þeim mun finnast þetta eitthvað erfitt þá geta þau sett sig í mín spor.

Ég ætla samt að fara aftur á nesið í kvella. Það er víst partý og þar fæ ég meira knús.

En ég þjáist enn af stífleika í baki, held það sé vegna þess að núna verð ég að fara lesa, lesa og lesa. Því verður kannski lítið skrifað hér á næstunni.

Óskið mér bara góðs gengis, látið mig vita að ég get gert þetta, að ég muni ná prófunum mínum.

Stjörnuspáin mín í dag er ágæt svona í tilefni dagsins!

Vatnsberi: Alveg eins og sólargeisli sem kíkir í gegnum stækkunargler getur kveikt eld, þá tekur hið góð yfir og margfaldast þegar þú ert jákvæður.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Færð líka *knús* frá mér í tilefni dagsins.. :O)
Gangi þér vel að lesa og lesa og lesa og lesa og......