7. jún. 2007

Nóg að gera...

Síðasta föstudag fór ég uppí bústað með yndislegu börnin mín og bauð vinum þeirra með. Það var svo gaman, þau skemmtu sér svo vel, ég leyfði þeim að gera það sem þau vildu, t.d. að leika sér með garðslönguna á sundfötunum þótt það hafi ekki verið mikið um sólskín. En það var heitt og þau líka á fullu. Ég ætlaði auðvitað að læra, held ég hafi lesið tvo kafla í AGN bókinni en ég var bara að hugsa, hugsa svo asskoti mikið. Ég nefnilega komst að því rétt áður en ég fór að ég á ekki nema 4 daga eftir af sumarfríinu mínu. Varð svo alltí einu geðveikt bjartsýn. Tók ákvörðun um að skúra tvo leikskóla í júní... byrjaði á því svo á mánudaginn og hmmm... er búin að biðja um að skipta aftur. Ekki gaman að mæta í vinnu klukkan átta á morgnana og koma svo heim til sín klukkan ellefu á kvöldin og já, þá á ég eftir að læra. Gerði nýtt plan. Líður betur. En ég er búin að fá tvær lokaeinkunnir, 8,5 og 8,5 :).

Og nú eru dúllurnar hjá pabba sínum og verða þar til lok júní. Þá ætlum við að fara í bústað með potti rétt fyrir utan Akureyri.

Annars eru tvö brúðkaup á næstunni, Bjössi og Linda á laugardaginn og svo Silla og Skúli þar næsta. Best að fara máta kjólana!

Engin ummæli: