25. maí 2007

Bíó í Grafarvoginum!

Ég hef séð mjög margar bíómyndir og er með afskaplega fjölbreyttan smekk á þeim. Ég dýrka myndir einsog Saw og Hostel, get ekki beðið eftir John Rambo, sá auðvitað nýju Rocky, fór á Inland Empire en á ekki von á að sjá hana aftur og svo get ég líka verið skrítin einsog með myndir frá ákveðnu tímabili sem fara í pirrurnar á mér en vinkona mín sá myndina Sense and Sensibility billjón sinnum en það var ekki möguleiki fyrir mig að horfa á hana. Svo finnst mér frönsku myndirnar Nikita og Leon snild, en ég get líka horft á amerísku útgáfuna af Nikitu aftur og aftur sem segir sjálfsagt margt um minn smekk. Af hverju er ég að skrifa þetta, því ég ætla ekki að bjóða aftur í bíó heim til mín til að horfa á einhverja snildarmynd af mínu mati, búin að ákveða fyrirfram að bíógestirnir verði sammála mér!
Ókey, Rocky Horror er spes, frábær og skemmtileg, kannski hefði ég átt að bjóða bara uppá Indiana Jones og segja ekki rass!

Annars fékk ekki bara Jens einkunn í gær heldur líka ég og þar sem að við erum svo samtaka í öllu var það 8,5 hjá mér líka.

En ég ætla að senda hann einan með fjölskyldu sinni uppí bústað því ég ætla að ... vill einhver giska á það hvað ég ætla að gera frekar en að liggja í sólbaði... nei ég meina frekar en að fara með gönguskíðinn austur?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert auðvitað með skrítinn smekk á bíómyndum:) En Rocky horror stendur samt alltaf fyrir sínu. Til hamingju með einkuninna