18. mar. 2009

Örlög og sambýliskona!

ætli lífið sé skrifað fyrir mann? getur verið að það sé búið að plana allt saman? Ég er farin að halda það...

Eftir allan þennan hasar síðustu mánuði þá vil ég bara láta ykkur vita kæru lesendur, að ég hef eignast sambýlismann, og hann kallaði mig sambýliskonu í gær. Mér líst reyndar betur á að vera kölluð kærasta. Honum, sambýlismanninum mínum, fannst hitt miklu flottara og skemmtilegra.
En já, það er spurning hvort samband okkar séu einhver örlög, að það eigi að gerast og eigi að vera.

Dóttir mín er sko mjög ánægð með þennan "nýja" sambýling og heldur að með henni fylgir brúðkaup og lítil systir! Hún veit sjálfsagt ekkert hvað það þýðir fyrir hana að eignast lítið systkin...

Tútelú!