30. nóv. 2008

Síðustu færslurnar voru svo ferlega sorgmæddar að ég eyddi þeim. Er búin að vera á námskeiði einmitt til að láta ekki svona. Verð að passa mig. Líður mun betur enda fallegu börnin mín að koma.

26. nóv. 2008

út með það gamla og inn með það nýja

fór í bónus í dag og sá nýja diskinn hennar Ragnheiðar Gröndal. Kom stórt bros á mig og án þess að hugsa keypti ég hann og er mjög sátt. Mér finnst sá gamli betri en ég bara verð að setja hann ofaní skúffu, allavega í einhvern tíma.

Svo klikkaði ég á því að láta vita að einn af þeim fáu frábæru, yndislegu karlmönnum í lífi mínu átti afmæli í gær, hann pabbi töffari.
Ég ætla að bjóða honum á Bond, James Bond :)

Tútelú!

22. nóv. 2008

Afmæli

Í dag á einn skemmtilegasti strákur í heimi afmæli. Ég sakna hans og þykir svo vænt um hann. Börnin geta ekki beðið eftir jólunum því þá kemur hann í heimsókn. Frumburðurinn getur ekki beðið eftir því að fermast svo hann geti farið í heimsókn til hans næsta sumar, bara þeir tveir saman í viku... held ég viti hvernig það verður, svona álíka yndislegt og þegar ég heimsæki hann ein yfir helgi.

Til hamingju með afmælið stóri bróðir

17. nóv. 2008

Ótrúlegt að það séu tvær vikur eftir af skólanum og mér finnst ég varla komin á fullt. Verð að taka mig á en það virðist vera eitthvað erfitt fyrir mig, er ennþá eitthvað svo tilfinningaflækt sem lýsir sér í endalausri þreytu. Ég gæti sofið allan sólarhringinn. Skil bara varla hvernig ég fer að því að dansa og mæta í vinnu.
En ég komst í Ólafsvíkina síðustu helgi og var það mjög notalegt. Svo var ég búin að ákveða næstu helgi, ætlaði að dúllast með krökkunum í bakstri og sundferðum, bjóða ma og pa í pizzugerð á föstudag en ég verð víst að skoða það því það kom boðskort inn um lúguna mína áðan. Mér er boðið í afmæli Tæknigarðs og langar virkilega að mæta enda var svo gaman að vinna þar og skemmtilegt að hitta gamla vinnufélaga sem virðast ekki vera komnir á feisbókina. Hugs hugs...

en ég ætla að skella inn nokkrum myndum af sjálfri mér, auðvitað, í mömmuleik!



10. nóv. 2008

Jæja, nú verð ég að fara klára þennan lærdóm. Veit samt ekki hvar ég á að byrja og ekkert geðveikt stress í gangi. Í raun finnst mér ég bara þurfa gera eitthvað fyrir eitt námskeiðið, er í góðum málum með Mr. Steik, gengur vel í silfrinu og svo þarf ég að setjast niður og gera tilfinningaskýrslu hahahahaha fyrir lífsleiknina en í raun á ég að vera búin að skrifa allskonar tilfinningaflækjur sem koma upp. Það verður pís of keik.

Annars bara nokkuð hress eftir daginn og margt skemmtilegt framundan, Ólafsvíkin næstu helgi en kemst ekki fyrir en á laugardag þar sem verið er að æfa geðveikt í magadansinum fyrir sýningu sem verður seinna í nóvember... hlakka geggjað til enda rosa flottur dans :)

Svo horfði ég á We Own the Night í gær og fannst hún alveg frábær, hélt hún myndi enda öðruvísi en samt alveg frábær!

8. nóv. 2008

Ein löng færsla

Í hvert sinn sem ég leggst á koddan og fer að sofa þá hugsa ég bara um að blogga. Um helling sem mig langar að skrifa en er frekar erfitt að koma frá sér, og þá fer ég að velta því fyrir mér hvernig ég geti skrifað það. Ég hlusta ansi mikið á einn ákveðin disk og ég get lifað sjálfa mig inn í næstum öll lögin á þeim fjanda. Ég er bara hreinlega að spá í að henda honum fljótlega.

Did you ever think of me when I cried?
Did it cross your mind to swollow your pride
and feel sorry about all those lies?

Now when your tricks aren´t working
now when you´ve lost in our game,
do you feel small, are you hurting?
Have you learned or are you always the same?

Do you still hunger for true love?
Or did you give up your search?
Just when you heard it was calling
you must run away, too scared to be hurt.

Did you ever think of me when I cried?
Did it cross your mind to swollow your pride
and feel sorry about all those lies?

Maybe you what you´re missing
or maybe I´m lost in your mind.
I will move on, you´ll keep looking
for the perfect things that no one will find


Ég er ein af þeim sem þoli stundum ekki netið. Ég er ein af þeim sem á erfitt með að standast þá freistingu að “lesa” sumar síður sem að ég verð einfaldlega að hætta að lesa því þær gera mig bara reiða og pirraða.
Annars líður mér bara þokkalega vel miðað við allt saman. Ástarsorgin er eiginlega búin enda þýðir ekkert að vera væla yfir einhverjum sem vill eitthvað annað en mig sem er auðvitað óskiljanlegt.
Svo ég er að husga um að fara eftir því sem að kennarinn minn sagði í dag í silfursmíðinni. Við máttum koma með það gull sem við áttum heima og bræða það og búa til eitthvað annað. Minn fyrrverandi eiginmaður gaf mér nokkra slíka hluti og fór ég með einn af þeim og bræddi hann og setti á silfurarmband sem ég er að búa til. Þá sagðist kennarinn bara ekki skilja það hversvegna konur væru ekki bara alltaf að ná sér í nýja og nýja gæja sem væru endalaust að gefa þeim gull og þá ættu þær nóg til að bræða...

Þannig að það er nóg að gera hjá mér á næstunni. En númer eitt tvö og þrjú, hætta að lesa síður á netinu.

Adios

5. nóv. 2008

Ég er að reyna að vera dugleg. Tókst að klára verkefni í gær fyrir lífsleikni en það var kannski bara af því að ég var ekki ein í því. Ligg hjá litlu skvísunni minni á kvöldin svo hún sofni vel, verð að passa hana, hún er svo mikið að flýta sér að verða fullorðin.
Er búin að fá tíma hjá lækni. Hún hringdi í mig því ég þarf að fara í blóðrannsókn útaf skjaldkirtlinum. Sagðist vera alltaf svo þreytt og kannski þyrfti að auka skammtinn. Hún spurði hvort það gæti verið eitthvað annað sem olli þessari þreytu... hmmm???? uuuu nei nei. Hún ætlar samt að bæta við einhverjum mælingum. Svo hitti ég hana í næstu viku. Ef ég verð enn í svona tómu tjóni þá spyr ég bara hvort það séu til pillur við ástarsorg! Kannski verður runnið af mér, kvíður samt fyrir næstu viku, að vera ein... þá er auðveldara að missa sig í einhverju rugli, sé fyrir mér endalausar baðferðir við kertaljós og tónlist til að væla við. Nú segir Guðrún Hlín ojbara!
En er það ekki bara í lagi, að missa sig bara og vakna svo einn daginn, ferskur og fínn og til í allt.

Annars þykir mér það afskaplega leiðinlegt að heyra hversu margir í kringum mig eru að skilja eða hætta saman. Ætli þetta tengist kreppunni?