30. sep. 2008

Góður dagur

Mikið var þetta nú góður dagur. Var mætt uppí skóla um 12, vann verkefni með Ingibjörgu, hitti Sólveigu inná milli og svo farið í lífsleiknitíma. Er búin að segja ykkur hvað hann er skemmtilegur svo ég þarf ekki að endurtaka það aftur.
Svo um fimm-ish var brunað í Skeifuna og dansað til tíu takk fyrir. Þetta var svo gaman. Í seinni tímanum notuðum við sverð og svona Finger Cymballs. Í lokin fékk maður að sjá snillingana Josy og hana Crystal dansa.

Ég er svo þreytt núna, þarf samt að læra, fara í bað og taka úr vélinni...

29. sep. 2008

það ER leiðinlegt í strætó

þröngt, heitt, tal, garg... ohh... rugl!

Var dugleg í dag að læra, þetta er greinilega allt að koma hjá mér. Hlakka til á morgun en ég ætla að vera í magadansi í fjóra tíma. Var í tvo tíma á sunnudag, rosa gaman. Það er s.s. workshop vika og tvær frábærar skvísur frá USA að kenna okkur allskonar trix. Rosalega hlakka ég til þegar ég verð súper klár magadansmær. En þangað til er það bara æfingin sem skapar meistarann, er ein heima og því tilvalið að hita upp fyrir morgundaginn!


Tútelú.

24. sep. 2008

Lífsleikni

er eitt af þeim námskeiðum sem ég er í á þriðjudögum klukkan þrjú. Ég vildi að hann væri fyrr því þegar hann er búin um fimm þarf ég að flýta mér, vera á spani og það er leiðinlegt þegar börnin eru hjá mér.
Ég mætti í tímann og hann er svo skemmtilegur, svo róandi og hún Ásdís kennari er alveg æði. Gefur frá sér svo jákvæða orku að maður fer út brosandi, brosandi yfir öllu því sem maður á eftir að gera. Ekkert stress lengur. Þetta er bara einsog einn góður tími hjá sála. Það var ekki einsog þetta væru neikvæðir hlutir sem voru á dagskrá, ekkert neikvætt við að eyða tíma með börnunum, kærastanum og fara í magadansinn. Ó nei... ég var bara ekki að nenna þessu.

en svo breyttist öll dagskráin sem er allt annað mál! :)

23. sep. 2008

Bull getur verið skemmtilegt

Í gær var lítill sætur tími (bara þrír nemendur) með Mr. Steik og ég skemmti mér svo vel, veit ekki afhverju þar sem að maðurinn er með munnræpu og engin nær að segja neitt. Og hann bullar bara en samt ekki. Ég mun allavega hugsa meira næst þegar ég sé kú, kýr eða belju, ég mun hugsa til hans þegar ég sé húsflugu en hann kenndi okkur hvernig ætti að veiða hana í lófann.

Já, ég er í Háskóla Íslands og er enn að velta því fyrir mér hversvegna ég er ekki í fjarnámi.

19. sep. 2008

Fréttir!

Ég tók strætó í dag.
Það var kalt.
Það var blaut.
Ég þurfti að bíða.
Það var troðið.
Það var heitt.
Hann keyrði hratt.
Það var engin umferð.
Það var pirrandi hljóð þegar hurðin lokast.
Strætó er breyttur.
Sætin eru færri.
Sætin eru verri.
Ekkert til að setja fótin uppá. (ég næ ekki niður)
Flestir voru með dót í eyrum.
Ég var einsog hinir, með dót í eyrum.

Ég held að ég taki aftur strætó... held það.

18. sep. 2008

I´m back

Þetta voru skemmtilegir tveir dagar í Hrútafirði. Allt gekk vel.
Ég brunaði í skólann, hélt áfram að smíða minn silfurhring kíkti svo aðeins til ömmu og afa en hann átti afmæli í gær. Þar sýndi amma mér myndaalbúm sem hafði fundist og mér finnst svo gaman að skoða myndir síðan þau voru ung. Þarna var ein af henni gömlu úti á svölum og ein af henni að stússast í eldhúsinu og það sem er svo magnað við þetta er að þau búa enn í sömu íbúðinni. Sem er kannski ekkert skrítið, eða hvað. Kannski finnst mér það af því að þau búa í blokk sem lítur ekkert út fyrir að vera gömul... ení vei. Svo var farið að vinna og brunað svo til Keflavíkur en ég held að ég verði að vera duglegri að fara og sýna mig og sanna nú eða breyta nafni mínu í Ísabellu og láta kalla mig Bellu Þorsteinsd!!!

En nú sit ég í stofunni hjá gaurunum og reyni og þykist vera að læra... kem mér bara ekki alveg í gang.

Ein mynd í viðbót úr firðinum af honum Jozsef sem kom frá Rúmeníu í sumar og er svo duglegur og jákvæður, brattur og seigur með yndislega nærveru og er farin að tala helling í íslenskunni.

16. sep. 2008

7. bekkur



Ég vildi bara láta ykkur vita að það er rosalega gaman og þetta eru frábærir krakkar!

14. sep. 2008

Hrútafjörður, here I come!

Ótrúlegt að ég sé búin að láta plata mig að Reykjum í Hrútafirði með 7.bekk Klébergsskóla. Þegar ég fór síðast fyrir um ári síðan langaði mig helst aldrei aftur þangað. En já, Siffa krútt er að fara með sinn bekk og ekki á dagskránni að endurtaka leikinn og senda hana eina með hópinn, svo ég ákvað að vera henni til aðstoðar, í þrjá daga. Hún er líka svo frábær og margt hægt að læra af henni og þar sem að ég er nú kennarafræðum ætti ég að geta grætt eitthvað á þessu.
Ég er auðvitað með opin huga og jákvæð... ef ég hefði ekki fengið aðstoð í síðustu ferð hefði ég verið sótt með sjúkrabíl. Úff, vil bara helst ekki rifja þá viku upp.

Ætla að borða ís núna með fallegu börnunum mínum áður en pabbi þeirra kemur.
Svo fer ég bara að pakka.

11. sep. 2008

Lestur

Þegar ég byrjaði í skóla, sex ára, hlakkaði mig rosa til einsog svo mörgum öðrum krökkum. En svo fannst mér bara ekkert gaman og ástæðan var sú að ég var læs og hundleiddist þegar kennarinn var að útskýra fyrir samnemendum mínum stafinn a. Mamma var heldur ekki sátt og margt var rætt, á að færa hana uppum einn bekk eða setja gáfaða barnið í Ísaksskóla. Seinni kosturinn var tekin og man ég ekki betur en ég hafi verið með bros á vör þau tvö ár sem ég var þar. Svo tók Hlíðaskóli við og þá varð þetta erfiðara og leiðinlegra. Ég allavega hætti að lesa, hef bara lesið þegar ég þarf að lesa. En ég hef gert margar tilraunir til að byrja á einhverri skáldsögunni eða barnasögunni en alltaf getað lagt hana frá mér. Allir í kringum mig eru alltaf að lesa, ma og pa, systa, amma og afi, börnin og svo á ég kærasta sem klárar stundum bók á einum degi.
Ég ákvað í sumar að gera aðra tilraun og það tókst. Las tvær bækur og er á þriðju núna, henni Bíbí sem ég varla get lagt frá mér.
Veit ekki hvað gerðist, kannski er ég svo forvitin og því hennta sjálfsævisögur mér frekar en aðrar...

Jæja, ætla að fara og lesa!

8. sep. 2008

Góður dagur

Allt að komast á hreint með skólann. Ég verð í fjórum námskeiðum og mjög skemmtilegum, meira að segja einu hjá Mr. Steik, en eftir að ég heilsaði honum þarna um daginn hringdi hann í mig, bæði heim og í gemsann en ég var ekki heima og síminn á silent og ég tók eftir því seint og síðar að hann hafði verið að reyna ná í mig. Hitti hann svo í dag og hann var að biðja mig að skrá sig í námskeið hjá sér, vantaði nemanda. Ég sló til :)

Svo sótti ég strætókortið mitt og ætla að prófa að hætta að vera skvísa á bíl... svo er reyndar kærastinn líka búin að sækja um rútukort fyrir elskuna sína svo ég ætti að verða rík á næstunni. Annars er ég líka komin með 3kr. stúdentaafslátt á Atlantsolíulykillinn minn... hmmmm er hrædd um að verða duglegri við að nýta hann frekar en hina kostina.

Svo á dagurinn eftir að verða miklu betri því ég fæ koss frá fallegasta manni í heimi!

Tútelú

6. sep. 2008

Heima er best!

Rosalega er heimilið mitt að verða fínt og flott. Börnin komin með stærra herbergi og ég í það minnsta. Þvottahúsið er allt annað líka. Alveg að missa mig hér. Sem er fínt, þá þarf ég ekki að hugsa um neitt annað. Svo hringdi brói áðan og hann vill endilega að ég fari að koma í heimsókn. Sagði mér bara að panta miða :)

jæja, best að halda áfram og slappa svo aðeins af uppí sófa og glápa á imbann.

5. sep. 2008

Yes, yes, yes!

34 einingar metnar inn takk fyrir. Þarf s.s. ekki að taka Þroska- og námssálarfræði,Talað mál og ritað, Upplýsingatækni og miðlun og Félagsfræði og skólasaga.

Og ég sem ætlaði að fara klára verkefni sem ég á að skila fyrir miðnætti! Get því haldið áfram að taka til hérna heima hjá mér, úff, já, hér er allt í rúst. Af hverju, vegna þess að þegar eitthvað er að hjá mér, eitthvað gengur ekki upp, eitthvað óljóst þá breyti ég. En þetta eru nú ekkert litlar breytingar núna, eins gott að engin komi í heimsókn.

Nú er ég glöð.

4. sep. 2008

er út á túni...

ferlega pirrandi að vera byrjaður í skólanum en samt ekki getað byrjað vegna seinagangs stjórnenda og kennara. Ekkert nýtt svo sem, en málið er að ég er skráð í þrjú námskeið, nokkuð örugg með að fá eitt metið því ég er jú búin með 60 einingar í þessum ágæta skóla. Ekkert gengur að ná í brautastjóra, manni er flakkað á milli manna og svo í dag hélt ég að þetta kæmi nú á hreint en bíð enn, nema nú heyrði ég að ég fengi jafnvel öll þau þrjú námskeið metin.

Ég gekk því um skólann í morgun og var frekar lúin úti á túni þegar ég mætti Mr. Steik en það fannst mér svo asskoti skemmtilegur kennari í fjarnáminu og ég bara vatt mér uppað honum og lét hann vita af því. Hann varð auðvitað mjög ánægður að heyra og mundi eftir þeim fyrirlestri sem hann hélt og allt varð brjálað! hahahaha, æði. Hann sagðist líka sko pottþétt skrifa uppá eitthvað ef mig vantaði vegna matsins. Já, og hann bað að heilsa fjarnemahópnum mínum :)

vona að síminn fari að hringja!

2. sep. 2008

ómægod

ég fór áðan og keypti mér subba og kók með og borgaði 220kr. fyrir gosið!
Það hlýtur að vera eitthvað spes við það. Þori varla að opna það og drekka. Kannski verður það enn betra ef ég opna það og leyfi því að standa, umhelli því svo og drekk það kannski bara úr kristalglasinu.

... best að halda áfram að læra.