16. júl. 2008

Litla sæta dúllan mín er farin í sumarbúðir og kemur sunnudag og frumburðurinn skrapp til Keflavíkur. Það er skrítið að sitja ein heima þótt ég geri það nú aðra hverja viku... ég kom heim í gær eftir dansinn og kveikti á imbanum. Verið var að sýna Kid nation sem ég hef ekki mikið fylgst með en endilega í þessum þætti snérist hann ekki bara um rifrildi, tuð og grát, heldur voru allir foreldrarnir mættir. Sem þýddi að allir voru grenjandi af gleði og þar á meðal ég nema kannski ekki af gleði. Ég ákvað að þerra tárin og skipta um stöð.
Er farin að telja niður dagana í sumarfríið. Smá ferðalag á Sigló þar sem að legið verður í leti og Ólafsvíkurskvísur koma í heimsókn.
Ég er búin að taka asskoti gáfulega ákvörðun sem legst alveg ótrúlega vel í mig. Er bara mjög stolt af sjálfri mér!

Adios

9. júl. 2008

það var mjög leiðinlegt. Langt síðan ég hef farið út og mundi hversvegna!

Jibbí, frí á morgun og hinn.

5. júl. 2008

Erum farnar á Players...kemur í ljós hvort það var gaman!

3. júl. 2008

Leti

Frekar þreytt, ekkert nýtt. Hlakka rosa til á sunnudag en þá koma englarnir mínir og ég ætla að vera í fríi á mánudag og knúsa þau á ylströndinni okkar!
Hlakka líka til annað kvöld en þá ætlar Inga Jóna pæja að koma til mín. Við ætlum að láta verða af því að borða saman og kannski finna eitthvað á okkur. Kynntumst í Odda 2003 og vorum ALLTAF saman þá. En svo hætti ég og okkur tókst að gleyma hvor annarri, en bara í nokkur ár :)

Fékk mann í heimsókn frá www.spara.is og þvílíkur léttir það var. Algjör snillingur hann Sigvaldi. Gaf mér góð ráð og eitt dáldið flókið og stórt sem ég er mikið að spá og speglúera í.

En... ég þarf að selja Damien Rice miðana! Viltu kaupa þá? Hvað bíður þú?