25. apr. 2008

Cats & dogs

Mér er ekki vel við hunda. Vond lykt af þeim og svo hoppa þeir uppá mann og hnusa. Ég er þessi kisutýpa. En núna sit ég og horfi út um útidyrnar í vinnunni og þar situr hundur og hann er svo mikið krútt, bíður eftir húsbónda sínum í rólegheitunum og geltir ekkert. Honum hefur tekist að senda mér augnaráð um að koma og klappa sér. Ég ætla samt ekkert að gera það.


Góða helgi.

23. apr. 2008

Myndir

Var að leika mér aðeins. Er greinilega dáldið langt á eftir en ég hef sett myndaalbúm hingað inn. Var nebbilega að rifja upp Prag ferðina skemmtilegu en það eru komin tvö ár síðan það var... Tvö ár síðan ég hitti Marky hans Leifs sem er á leiðinni til landsins og það verður gaman að hitta hana aftur.

Ætla að fara til Prag núna, í draumalandinu.

15. apr. 2008

Skvísa á bíl!

Sumir eiga bíl. Sumir eiga ekki bíl og finnst það rosa fínt. Tala um að menga ekki og spara pening. Fínt. Flott hjá ykkur.

Ég á bíl og mun ALDREI selja hann. Ég elska hann útaf lífinu og ég trúi því varla að fyrir stuttu var ég að spá í að spara og selja hann. Sem betur fer kom vitið aftur og ég hætti við það.

Minn heittelskaði kemur á föstudögum og fer á sunnudögum en ákvað að vera lengur og taka rútuna á mánudagsmorgninum, klukka sjö. Sem þýddi að ég þurfti að vakna til að skutla honum því að ykkar stræókerfi, (þið sem eigið ekki bíl) byrjar ekki nógu snemma. Okkur tókst að vera mínútu of lengi af stað og því missti hann af rútunni og varð því að taka bílinn minn. Alltí góðu með það. Og þar sem að ég ætla að fara til hans á miðvikudag ákvað ég að redda mér í dansinn og fá svo far uppá völl svo engar áhyggjur um að koma bílnum til mín.
Nema svo gleymdi ég því að stelpurnar ætluðu að hittast í kvöld svo ég þurfti að redda mér í strætó í dansinn og svo niður í hlíðar. Ætti nú ekki að vera mikið mál.
Svo var nú ekki. Og í staðinn fyrir að vera í mínum yndislega dansi er ég hér að blogga einsog Bjössi bolla í skaupinu. Ég s.s. missti af strætó. Mér að kenna. En fer svo aftur út og bíð og bíð, lít svo á þessa fjandans áætlun og auðvitað er hann búin að fækka ferðum sínum því klukkan var orðin sex.

Hef því séð það að þetta strætókerfi hér er fyrir fólk, nei, unglinga og börn sem þurfa ekki að gera neitt annað en að fara niðrí fjölbraut og ef það er eitthvað meira þá er það bara að spyrja mömmu eða pabba eða stóla á hina og þessa og fá lánaðann bíl.
Þetta strætókerfi er ekki fyrir fólk sem lifi skemmtilegu og fjölbreyttu lífi.

Er sammála systur minni sem sagði bara: Við erum flottar skvísur sem þurfa að vera á bíl!

10. apr. 2008

planið er...

Kennaraháskóli Íslands, grunnskólakennari, tek það á tveimur árum í stað þrem og svo bara halda áfram og láta gamlan draum rætast, Náms- og starfsráðgjöf í Háskóla Íslands!

Er því byrjuð að spara, spara bensín og labba í vinnuna, nota drossíuna mína heittelskuðu bara á þriðjudögum og fimmtudögum því þá fer ég í magadansinn sem ég hef fundið að ég get ekki verið án og á ekki von á því að hætta, líður of vel í honum. Minnka frekar nammiát, video og bíó ferðir. Ég á líka svo góðan kærasta sem býður mér í bíó... býst við því að ég sé mjög dýr í rekstri, en se la vi, hann er sáttur.

Miki asskoti er ég glöð, finn fyrir innri ró, loksins.

Tútelú!