15. feb. 2008

Ekkert að gerast. Engin vinna enn. Er búin að keyra 200km síðan á þriðjudag til að vera í fangi kærastans. Veit ekki alveg hvar ég væri ef ég ætti hann ekki og hefði ekki byrjað í magadansinum. Sjálfsagt komin undir rúmmið mitt og myndi skríða undan því aðra hverja viku til að geta sinnt ungunum.
Núna er ég uppá velli að passa litlu sætu frænku mína sem er lasin. Gott að geta hjálpað systur minni þar sem að hún hefur gert helling fyrir mig.
Annars er ég að missa mig í magadansinum. Fékk nokkrar seðla í afmælisgjöf og keypti mér topp, buxur og auðvitað magabelti. Er rosalega flott í þessu, dillandi bossanum. Er að velta því fyrir mér hvort ég ætti að sýna kærastanum nokkur spor um helgina. Held hann yrði ekkert mótfallinn því!

6. feb. 2008

Öskudagur og afmæli


og við ætlum í Kringluna... jibbí!

5. feb. 2008

Arg, ég er að verða geðveik! Hvers vegna gerist ekkert? Hvernig stendur á þessu? Ég er klár, ég er dugleg, ég er frábær. Verst að allir vita það ekki!

Þetta er í þriðja skiptið á ævi minni að ég sé án atvinnu, og alltaf á þessum tíma, þegar ég á afmæli!

Ég vil fá töfralampa í afmælisgjöf svona einsog Aladdin á.

4. feb. 2008

Bjargvættar, dekur og afmæli

Þar sem að ekkert er að gerast í atvinnumálum mínum langaði mig mest að skríða undir sængina og vera þar. En Sólveig var reyndar búin að láta mig vita að hún yrði í bænum og færi aftur heim til sín, sem er Ólafsvík, á miðvikudag. Ég ákvað því að fara með henni, bjóða henni far. Við lögðum af stað seint um kvöldið og uppá einhverjum höfðanum urðum við pikkfastar. Sem betur fer náði Sólveig í konu sína með því að vera nánast klesst uppvið framrúðuna með gemsann. Snædís náði sambandi við hjálparsveitina sem að sjálfsögðu kom og dró okkur í bæinn. Ég leyfði svo öðrum bjargvættinum að keyra bíl minn upp að dyrum. Næst tóku við frábærir dagar og svo á föstudag kom kærastinn og þá varð allt enn betra. Ég held að við höfum tekið Catan maraþon ásamt því að prófa fleiri spilategundir og situr Svínarí enn í minninu.
Ferðin gekk vel í bæinn og alltaf svo gaman að fá ungana sína en ég fæ þó lítið að sjá þann eldri þar sem að hann er farinn í Hrútafjörðinn, á stað sem ég því miður á ekki skemmtilegar stundir.

Núna er ég búin að senda inn fjórar starfsumsóknir. Nú er bara að bíða. Já, og svo á ég afmæli á miðvikudaginn. Alltaf gaman að eiga afmæli :)