23. des. 2007

Gleðileg jól elskurnar!

18. des. 2007

Líður vel, mjög vel.

Ég á alveg stórkostlegan kærasta. Er svo frábær. Hann er búin að bjóða mér á tónleika með Ragnheiði Gröndal sem við tengjum við okkur. After the rain hljómaði ansi oft fyrstu vikurnar... og reyndar enn því ég spila hann oft í bílnum.

En núna er ég búin að rífa niður skápinn í herbergi dóttur minnar. Mjög góð útrás, bókstaflega braut hann niður (pabbi sagði). Gott eftir prófin. Er búin að kaupa gjafirnar en á eftir að pakka. Svo á morgun fer ég á litlu jólin hjá 7.bekknum mínum og svo sæki ég bróa, alltaf gaman að fá hann yfir jólin. Kemur seint svo ég missi af Catan kvöldi með Ragga, Óla, Tinnu og auðvitað kærastanum en mun kíkja seinna um kvöldið því auðvitað þarf að keyra suma heim til sín... hann þarf að hætta þessu kjánaskap og fá sér bíl! Veit alveg að það er dýrt en er þetta ekki bara orðið nauðsynlegt að hafa?

13. des. 2007

11. des. 2007

og hvað nú?


Þvílíkur léttir. Ég er varla að trúa því að þetta sé búið. Og nú sit ég fyrir framan skjáinn og snyrti starfsumsókn mína. Ég veit bara ekki hvað ég á að sækja um? Er búin að senda á tvo aðila og sé til hvort mér verði boðið eitthvað spennó.
En nú ætla ég að fara niður í geymslu og ná í jóladótið. Börnin mín sögðu við mig í gær að það mætti halda við héldum engin jól! Og svo fórum við að leika okkur að myndavélinni og stelpan tók mynd af mér og syninum... honum finnst það svo stórmerkilegt að mamma sín sé minni en hann og segir að fólk gæti haldið við værum kærustupar!

5. des. 2007

fer að verða búið...

jæja, komin til Keflavíkur. Búin að hertaka herbergi kærastans og ligg og slefa yfir þroskasálfræði. Veit ekki alveg með þetta, finnst ekkert sitja eftir í huganum þegar ég er búin að lesa. Les um fræðinga sem hallast ekki af utanbókarlærdómi, og hvað er verið að biðja mann um að gera í þessum áfanga, læra utanbókar! Ekki mitt svið, gæti fengið 10 fyrir að gera ritgerð um bókina og alla þessa fræðinga...

en miki asskoti verður lífið ljúft þegar þetta verður búið. ætla sko að knúsa börnin mín sem ég hef vanrækt síðustu vikur. skreyta heimilið, baka smákökur, taka til og já, alveg rétt, finna mér atvinnu sem mér líður vel í!

en áður en ég get gert allt þetta verð ég að lesa lesa lesa og læra utanbókar... þyrfti að búa mér til vísu, svona einsog Árni kennari í Hlíðaskóla kenndi okkur.

næsta færsla kemur ekki inn fyrir en 10. desember!

Go me go!