30. okt. 2007

Bruce Willis

Einu sinni fyrir langa löngu vorum við Sólveig á leiðinni í Tónabæ. Við vorum að REYNA að muna og rifja upp hvað leikarinn hét sem lék í myndinni Die Hard. Þetta var hræðilegt móment, við vorum að springa, deyja, urðum pirraðar. Við urðum að komast að þessu og tókum því smá aukakrók til að koma við í Krónunni og spyrja. Þetta var mjög erfitt og algjörlega óhugsandi fyrir okkur að fara í Tónabæ án þess að vera komin með þetta á hreint.

Núna er ég að springa. Var að horfa á Allt í drasli og húsráðandinn í þættinum er einhvern stúlka sem ég hef talað við, oft held ég. En ég man ekki hvar eða hvenær... arg, ég þoli ekki svona móment.

28. okt. 2007

ein jákvæð hugsun...

en fyrst þær neikvæðnu. Ég kann ekki að læra, ég kem mér ekki í gang. Ég nenni ekki í vinnuna, ég get ekki lesið, ég kann ekki að gera hugarkort, allt er flókið, allt er ómögulegt. Ég vil ekki hitta fólk, fólk vill ekki vera nálægt mér núna, sem er kannski skiljanlegt. Eina jákvæða hugsun mín í dag er að bráðum sæki ég börnin mín. Þau eru svo skemmtileg og fá mömmu sína til að brosa og hugsa jákvætt!

22. okt. 2007

Vinnan

VR er ekki mitt félag en auglýsingarnar frá þeim eru frábærar. Sú nýjasta sem hægt er að sjá á heimasíðu þeirra, er lýsing á lífi mínu s.l. mánuði.

Sem betur fer sá ég að maður hefur val.

21. okt. 2007

Frjálst framlag

Ég hef unnið á þó nokkuð mörgum stöðum. Stundum lengi og stundum stoppað stutt. Mér hefur aldrei verið sagt upp, alltaf verið ég sem tek það skref að hætta. Fyrir fimm árum lauk ég námi og byrjaði aftur í kvöldnámi í rólegheitum til að komast í KHÍ því mig langaði í framtíðinni að kenna mitt fag. Núna styttist í það að ég ljúki því námi en ég er voða hrædd um að ég sé ekki enn búin að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór.
Einsog flestir lesendur vita þá byrjaði ég sem leiðbeinandi í grunnskóla. Tók að mér að kenna 7.bekk. Þetta er það erfiðasta starf sem ég hef tekið að mér. Heilsan er að fara, ekkert úthald, ekkert skipulag, endalaus neikvæðni, urra á börnin, urra á börnin mín og svo hef ég nánast ekkert sinnt þessu námi mínu. Ég hef því sagt upp! Og það leggst vel í mig.
Það má vel vera að þetta hafi verið mistök hjá mér að taka að mér kennslu, vera umsjónakennari 12 ára krakka sem eru öll á pjúbertinu einsog samstarfskona mín orðar það. Það getur líka verið að ég væri ekkert að hætta ef ég hefði fengið mun betri stuðning, ef að tveir nemendur hefðu haldið áfram í sérkennslu í stað þess að vera inní tímum og ef að ég hefði nú ekki verið send EIN með þau öll í fimm daga ferðalag. En það veit engin. Ég á eftir að sakna þeirra allra 19. Það veður erfitt að segja þeim þetta en ég vona að þau virði mína ákvörðun. Ég vona líka að samstarfsfólkið virði hana líka. Vil ekki smjatt, vil ekki að þau haldi að ég sé að gefast upp of fljótt. En draumurinn um að kenna fagið mitt fer minnkandi. Gerði þetta svo hann hverfi ekki alveg.

Nú svo eftir 10.desember verð ég búin í tveimur prófum, skila heimildaritgerð, skila stóru verkefni og ferilmöppu. Eftir það kíki ég kannski á atvinnuauglýsingarnar! Þangað til ætla ég að vera mjög fátækur námsmaður á engum námslánum. Þeir sem vilja styrkja mig geta lagt inná reikninginn minn!

18. okt. 2007

Samræmduprófadagar... er ekki enn að skilja það dótarí.

Veit ekki hvort ég þrauki þetta allt saman. Varð því að gera eitthvað, tók stóra ákvörðun sem lítur út í fljótu bragði, að ég hafi gefist upp. En hef það ekki rass, heilsan mín, börnin mín og námið mitt skiptir mig meira máli en að vera leiðbeinandi í grunnskóla. Ræði þetta mál síðar.

Er spennt og líka kvíðin fyrir morgundeginum. Þá mun ég standa fyrir framan ágætan hóp nemenda í Iðnskólanum. Ég ætla að útskýra fyrir þeim munin á forvinnslunni fyrir flexóprentun og offsetprentun. Fór uppí Plastprent í dag og náði mér í sýnishorn af hinum og þessum pokum. Er svo búin að vera föndra glærukynningu.

Nú, svo kemur bara í ljós hvort ég geti ælt þessu útúr mér á lærdómsríkan hátt!

15. okt. 2007

Hann á afmæli í dag!


Þessi myndarlegi drengur er orðin 12 ára gamall. 5cm hærri en mamma sín...

11. okt. 2007

Uppáhaldsdiskurinn minn núna

er September með Bergsveini. Mér finnst hann bara alveg frábær. Eignaðist hann fyrir meira en ári síðan en týndi honum. Sá hann svo í Hagkaupi á 499kr. og fjárfesti í honum. Er með hann í tölvunni, bílnum og heimaspilaranum. Er líka búin að láta hann rúlla inní kennslustofunni án comennta. Eitt lag á honum sem ég kannast ekkert við, en finnst textinn æði. Læt hann fylgja hér með smá breytingum þar sem að ég er stelpa :)

I want somebody to share
Share the rest of my life
Share my innermost thoughts
Know my intimate details
Someone who'll stand by my side
And give me support
And in return
He will get my support
He will listen to me
When I want to speak
About the world we live in
And life in general
Though my views may be wrong
They may even be perverted
He will hear me out
And won't easily be converted
To my way of thinking
In fact he will often disagree
But at the end of it all
He will understand me

I want somebody who cares
For me passionately
With every thought and
With every breath
Someone who'll help me see things
In a different light
All the things I detest
I will almost like
I don't want to be tied
To anyone's strings
I'm carefully trying to steer clear of

Those things
But when I'm a sleep
I want somebody
Who will put their arms around me
And kiss me tenderly
Though things like this
Make me sick
In a case like this
I'll get away with it

8. okt. 2007

Einstaklingsmiðað nám...

það kallar á málrækt 3, mál er miðill, skrudda I, srudda II, skræða I, skræða II, lærum gott mál, fallorð, smáorð og sagnorð. Ljósritað hefti fyrir fjóra nemendur, ljósritað hefti fyrir erlenda nemendur. Eina bókin sem þau FLEST eru með er Rauðkápa... og hér er ég bara auðvitað að tala um fyrir íslenskuna.

Er búin að vera í allan dag og allt kvöld að gera áætlun fyrir þau. Og ekki fæ ég borgaða yfirvinnu!

og svo eiga þau öll að fara í samræmt próf? Mér finnst þetta bara fáránlegt. Hvar er einstaklingsmiðaða prófið? Arg, bull, ég verð pirruð.

3. okt. 2007

Ég fann kúta...

þýðir ekkert að væla neitt. lífið heldur áfram og ef maður ætlar að láta allt ganga er ekkert hægt að stoppa. er ekki eins ánægð í vinnunni eins og ég hélt að ég yrði. held ég hafi bara aldrei tekið að mér erfiðara starf. er svo krefjandi, orkutakari en maður fær sem betur fer pínu af henni til baka, ruglingslegt, erfiðir nemendur sem fá of mikla athygli, góðir nemendur sem týnast, undarleg stjórn (skólastjóri og aðstoðar), langt í burtu, of oft slæmur matur, of mikið kaos og svo síðast en ekki síst ekki laun í samræmi við þetta allt. Jájá, ég vissi meiri hlutann af þessu áður en ég sótti um...

en ég er á leiðinni í Iðnskólann í æfingakennslu. það verður gaman og spennandi því ef ástandið er svipað þar þá get ég bara pakkað niður skóladótinu og sagt upp vinnunni og hringt svo í Árna (adios) og spurt hvort það sé laus staða hjá honum. eða það verður svo gaman í IR að mér verði boðin staða þar og sem betur fer er ljósið orðið gullt þar. (hefði átt að taka því sem þeir buðu mér í haust, arg arg)

En ég á ekkert að vera pikka hér, er búin að knúsa og kyssa börnin góðanótt, ætti svo heldur undirbúa æfingakennslu, bekkinn minn fyrir samræmdu prófin, eða læra pólsku svo ég geti tjáð mig við nýja nemandann minn, eða tekið til heima hjá mér já eða bara fara í bað. of langt síðan ég gerði það!

2. okt. 2007

Hjálpaðu mér upp
Hjálpaðu mér upp, ég get það ekki sjálfur,
ég er orðinn leiður á að liggja hér.
Gerum eitthvað gott, gerum það saman,
ég skal láta fara lítið fyrir mér.

:,:Hjálpaðu mér upp,
mér finnst ég vera að drukkna:,:

Hvað getum við gert ef aðrir bjóða betur,
dregið okkur saman og skriðið inní skelina.
Nei það er ekki hægt, að vera minni maður
og láta slíkt og annað eins spyrjast út um sig

Hjálpaðu mér upp ...

Þú! Þú getur miklu betur en þú hefur gert.
Þú! Þú ert ekki sami maður og þú varst í gær.
Þú! Þú opnar ekki augun fyrr en allt of seint,
opnar ekki augun fyrr en allt er orðið breytt.

Hjálpaðu mér upp, mér finnst ég vera að drukkna,
dukkna í öllu þessu í kringum mig.
Flýtum okkur hægt, gerum það í snatri.
Ég verð að láta fara lítið fyrir mér.

og ég spyr: Er einhver sem getur hjálpað mér upp?