30. maí 2007

Hún á afmæli í dag...


hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Rannveig
hún á afmæli í dag.

Já, hún er orðin níu ára daman mín!

Og var vakin í morgun klukkan sjö með lummum og pakka. Settum eitt kerti á lummuhrúguna og hún tilkynnti okkur það að hún væri níu ára, ekki einsárs. :)

26. maí 2007

Í skólanum í skólanum er...

Ég er að reyna að læra... það er erfitt, ég nenni því ekki. Ég er ein. Það er líka erfitt, því mig langar ekkert að vera ein. Ég er samt búin að skrifa slatta en nenni ekki að lesa yfir hann því þá þurrka ég helmingin út. Er búin að drekka 2lítra af kóki og 4lítra af kaffi. Illt í maganum. En ég skal klára þetta fljótlega, ágætt í sjónvarpinu í kvöld og svo ætla ég að kíkja í afmæli hjá litlu skvísunni minni á morgun. Svo kemur gæinn í bæinn og þá langar mig að gera eitthvað annað en að læra.

jæja, áfram með smjörið stelpa!

25. maí 2007

Bíó í Grafarvoginum!

Ég hef séð mjög margar bíómyndir og er með afskaplega fjölbreyttan smekk á þeim. Ég dýrka myndir einsog Saw og Hostel, get ekki beðið eftir John Rambo, sá auðvitað nýju Rocky, fór á Inland Empire en á ekki von á að sjá hana aftur og svo get ég líka verið skrítin einsog með myndir frá ákveðnu tímabili sem fara í pirrurnar á mér en vinkona mín sá myndina Sense and Sensibility billjón sinnum en það var ekki möguleiki fyrir mig að horfa á hana. Svo finnst mér frönsku myndirnar Nikita og Leon snild, en ég get líka horft á amerísku útgáfuna af Nikitu aftur og aftur sem segir sjálfsagt margt um minn smekk. Af hverju er ég að skrifa þetta, því ég ætla ekki að bjóða aftur í bíó heim til mín til að horfa á einhverja snildarmynd af mínu mati, búin að ákveða fyrirfram að bíógestirnir verði sammála mér!
Ókey, Rocky Horror er spes, frábær og skemmtileg, kannski hefði ég átt að bjóða bara uppá Indiana Jones og segja ekki rass!

Annars fékk ekki bara Jens einkunn í gær heldur líka ég og þar sem að við erum svo samtaka í öllu var það 8,5 hjá mér líka.

En ég ætla að senda hann einan með fjölskyldu sinni uppí bústað því ég ætla að ... vill einhver giska á það hvað ég ætla að gera frekar en að liggja í sólbaði... nei ég meina frekar en að fara með gönguskíðinn austur?

24. maí 2007

Hitt og þetta

Eftir nokkra tíma fer ég heim úr vinnunni og uppí sófa til að horfa á hina frábæru mynd The Rocky Horror Picture Show! Sá hana þegar ég var níu ára með eldri frænku minni og við dönsuðum og sungum með henni í langan tíma.

Hlakka til að sjá hana aftur og með Jens og Beggu sem hafa ekki séð hana.
Þessi mynd kom út snildarárið 1975 en það ár fæddist ég, snillingurinn!

En í maí árið 1998 fæddi ég litla sæta skvísu og ég er að hugsa og hugsa hvað ég á að gefa henni í afmælisgjöf. Líka hvernig ég á að vekja hana þar sem að hún býst við einhverju frábæru einsog við gerðum við Jens. Mér dettur eitthvað frábært í hug!

20. maí 2007

Hann á afmæli í dag...



og hann fékk þennan pakka frá okkur,
reyndar leyndist annar þar inní, svo annar, og annar svo aðalpakkinn!

Til hamingju með afmælið og meira til sæti.

14. maí 2007

Dagurinn i dag...

Ohh, ég hlakka svo til að hætta þessari aukavinnu. Langar að geta bara farið beint heim eftir vinnu, kysst og knúsað börnin, farið með þau í sund og eldað góðan mat. En nei, beint að skúra, heim að elda, sinna og dúllast í krökkunum, koma þeim svo undir sæng og þá fer ég í hópavinnu með Sillu og Öðu.
Finnst þetta ægilegt því ég myndi helst af öllu í dag vilja kyssa og knúsa Jensann minn en hann er að skila ritgerðinni inn í dag. Ég held ég geti ekki sett mig í hans spor, hversu mikill léttir þetta sé fyrir hann að vera búinn. En sem betur fer sækir hann mig í dag svo ég fæ aðeins að sjá hann áður en hin dagskráin tekur við.
En hann á líka afmæli bráðum og þá fær hann sko dekur :)

11. maí 2007

minnisleysi...

Ég er búin að gleyma því hvað það var sem mig langaði að skrifa svona skemmtilegt. Held að ég hafi bara skrifað þetta því ég átti að vera gera verkefni fyrir skólann. Ferlega leiðinlegt verkefni, talglærur ef einhver er nær... ég var samt bara nokkuð ánægð að hlusta á sjálfa mig. Manni finnst alltaf svo skrítið að heyra sína rödd t.d. á videoi en þetta var bara alltí lagi. Átti reyndar að bulla í korter en gat það ekki, bara fimm mínútur. Hefði kannski átt að drekka tvo bjóra, nei þá hefði ég ekki hætt.

En ég er ógeðslega löt núna, nenni ekki að vinna, bíð bara eftir því að afmæli vinnustaðar míns byrji. Ætla fá mér bjór og snittur og svo kemur riddari minn og sækir mig og ætlum við að dúllast saman með spidermanni númer þrjú.

Var orðin dáldið spennt fyrir helginni, júróvisíon partí + kosningapartí og svo komst bara Eiki rauði ekki áfram :( ætla samt að fá vini í heimsókn og finna aðeins á mér.

hvað í fjandanum var það sem mig langaði svo að skrifa hérna... það var eitthvað fyndið... man það kannski á morgun!

7. maí 2007

Hmm...

Mig er farið að klæja dáldið í puttana... langar að skrifa eitthvað skemmtilegt!
Lítur út fyrir að ég eigi heila átta aðdáendur eða sirkabát. Er enn mjög forvitinn hver þetta er hjá steypustöðinni sem klikkar aldrei á því að kíkja á mig.

Ég læt þetta duga í bili.