30. jan. 2007

Próf og áhugasamur lesandi!

Það var próf á netinu í gær í öryggi netsins. Veit ekki alveg hversvegna þetta er hluti í náminu en það eru sjálfsagt einhverjir nemar sem kunna og vita lítið um netið og tölvur sem er framtíðin.

En inná milli lærdóms í gær kíkti ég á þetta apparat sem ég setti inná síðuna mína, sitemeter. Gæinn sagði mér að þarna gæti ég séð hvaðan fólk kæmi til að kíkja á mitt blogg. Ég skoðaði það og sé að einhver eða einhverjir hjá steypustöðinni eða Mest hf. eru mikið að lesa Nikitu. Ég þekki engan þar og auglýsi því hér með eftir þessum áhugasama lesanda. Giska á að þetta sé nú einhver úr KHÍ en samt ekki viss. Er forvitin.

Já og auðvitað fékk ég 10 í þessu ágæta prófi :)

29. jan. 2007

Dagskrá vikunnar!

Vinna, læra, læra, læra, borða, vinna, læra og sofa.

Ég ætla samt að fara í Fit-pilates, eitt stk. saumaklúbbskvöld og hádegismat með Ingu Jónu. Hinar fáu fríu stundir mun gæinn fá að njóta!

Adios!

23. jan. 2007

hmm, til útlanda... ekki til útlanda

Árshátíð vinnustaðar míns er í byrjun maí og það á að halda hana í Lettlandi. Mjög spennandi og skemmtilegt. Ég var mjög spennt þegar ég frétti af þessu stuttu eftir að ég byrjaði þarna og sá bara fyrir mér frábæra helgi, djamm og skoðunarferðir og kúra í risa rúmmi með gæjanum á flottu hóteli. En svo byrjaði ég í skólanum og hann tekur sinn tíma og svo er ég enn að læra að fara með peningana mína svo ég hafi efna á... einhverju, einhvern tímann og þó að fyritækið borgi hluta þá eyðir maður samt alltaf helling. Ég þarf reyndar bara að fara í gegnum flugstöðina og þá er ég í mínus 10000. Svo kostar fyrir makan og bla og bla. Ég varð bara hálfringluð og vissi ekkert hvað ég vildi gera. Hérna heima er þessi fallegi baukur, skreytur Mæjorka en það er draumastaður barnanna og hann er ekkert að fyllast þar sem að móðir þeirra er alltaf að eyða í utanlandsferðir fyrir sjálfa sig. (Þrjár í fyrra)
Ég ákvað að hinkra aðeins með þetta, að taka ákvörðun um þessa annars ágætu utanlandsferð og fór í að skipuleggja námið betur og þá kemst ég að því að árshátíða helgina er staðlota. FRÁBÆRT. Nú þarf ég víst ekki að hugsa meira um þetta.
En mig langar að fara, ég, Berglind og Hilda búnar að velta okkur uppúr snildar skemmtiatriði.

En einsog einn sem ég hitti oft segir alltaf: Maður fær ekki allt sem maður vill!

18. jan. 2007

já, alveg rétt, ég er víst í námi líka...

og þá þarf maður að gera heimavinnu sína! Og hvað er ég búin að vera að gera? Reyna að finna út þennan hafsjó sem fjarnám KHÍ stendur fyrir... arg... hef reglulega farið inná þessi fjögur kerfi sem maður þarf að fylgjast með en ég varla skil neitt. Svo hringir hún yndislega Silla í mig og spyr hvort ég sé ekkert að læra! Því sat ég fyrir framan tölvuna í gærkvöld og píndi mig til að setja mig inní þetta, allavega eitt kerfið. Og í kvöld ákvað ég að setja mig inní Elgginn og það gekk svona la la.
Elggurinn er rafmappan mín, skil ekki alveg why, en ekkert mál, set mig inní það svo ég nái nú áfanganum, vonandi!

En hvað gerði ég á meðan ég var að komast inní Elgginn? :) Litaði á mér hárið og ég er stórslys eftir það. Gleymi því oft hvernig ég er með málningu og háraliti. Vona að engin taki eftir öllum slettunum sem eru á hálsinum, eyrunum og kinnum.
Verð allavega með slegið hárið á morgun, smá tilbreyting. En það er kannski of grunsamlegt og fólk fer að skoða mig betur...

æi ég er sybbin, ætla halda áfram að skoða KHÍ hafið!

17. jan. 2007

Pælingar dagsins.

Mig langar að gera eitthvað skemmtilegt um helgina. Dettur ekkert í hug enda fátæk. Gæti athuga hvað væri hægt að gera frítt í Reykjavík einsog hann gerði í 30 days þættinum sem ég sá um daginn. Fengið fría leiðsögn um Íslandsbankann eða eitthvað álíka... en svo komst ég af því að það er bóndadagurinn á föstudag. Hmm, var látin vita að ég yrði að vera góð við gæjann, nudda hann og svoleiðis en það er bara ekkert nýtt. Ég er oftast voða góð við hann og öfugt svo ég verð að hugsa, spá og speglúra hvað ég gæti nú gert fyrir hann, við hann og með honum þennan dag. Vona auðvitað að hann verði ekki upptekin en það gæti verið svo bóndadagurinn færist bara yfir á laugardaginn í staðinn.

Er líka að pirrast dáldið yfir þessari auglýsingu á isb.is þar sem að það er víst eins einfalt og drekka vatn einsog að eiga afganginn. Ætti þetta ekki frekar að vera "geymdu afganginn" eða "sparaðu afganginn".
Á ég ekki þennan afgang fyrir?

16. jan. 2007

Heroes og CSI

Á mánudagskvöldum frá 21:00 - 23:00 er ég upptekin. Ég sat í sófanum, spennt og át neglurnar yfir Heroes og svo byrjaði Grissom og hans lið og ég var bara orðlaus þegar sá þáttur var búinn.
Ég hætti að naga á mér neglurnar þegar ég var au-pair úti í Bandaríkjunum árið 1994, langar ekki að byrja aftur á því svo ég verð að muna fyrir næsta mánudag að eiga eitthvað annað til að narta í.
Shit hvað þetta eru góðir þættir.

En djöfull, var verið að hringja í mig, þarf að skúra, nenni því ekki.

15. jan. 2007

Ég þarf að pissa...

og þá fer ég að pissa EF engin er inni á salerninu auðvitað því einsog sumir vita þá er ég með feimna blöðru eða klósettfælni. Og nú er ég byrjuð í einhverri rækt og því duglegri að drekka meira vatn sem kallar á fleiri klósettferðir sem ég er ekkert ánægð með. Allavega varð ég bara að fá að tjá mig hér og láta vita að ég er með bestu og sterkustu grindarbotnsvöðva, ábyggilega í heimi. Ég fer á klóið þegar ég hef fullvissað mig um það að engin sé að skvetta úr henni, sest niður og byrja að pissa en úps, þá kemur einhver inn og hvað geri ég, nei hvað gerir hún? Hættir. Stoppar. Ekkert gerist. Og ég var í spreng.

Djöfull og helv... get ekki setið kyrr, ætla prófa aftur.

13. jan. 2007

Skipulagningarhæfileiki

hann myndi ég vilja hafa. Ætla virkilega að reyna mitt besta á þessu ári að skipuleggja mig og allt í kring. Finn það líka að ef ég er skipulögð t.d. sest niður með börnunum og við ákveðum hvað eigi að vera í matinn út vikuna, líður mér rosa vel enda það erfiðasta sem ég geri klukkan fimm á daginn er að taka ákvörðun hvað eigi að vera í matinn. En þetta er bara brot að vellíðan varðandi skipulagningu. Þessi helgi var nokkuð skipulögð og ég sit núna og bulla með bros á vör. Búin að læra, versla, fá vesturbæjarvini í heimsókn til krakkanna (sem var skipulagt í gær meira að segja) og vá, kvöldið nokkuð planað, morgundagurinn líka.
En svo auðvitað fer allt í rúst í næstu viku því ég veit aldrei hvert mér verður plantað af ræstingadótinu.

Fit-pilates er alveg frábært fyrir utan ógleði sem ég virðist alltaf lenda í þegar ég er að gera ákveðnar æfingar, held það tengist frekar öndun heldur en líkmasrækt og þessum stöðvum, en ég mun spyrja kennarann af þessu ef ég lendi nú í því að kasta upp í tíma... er meira fyrir heima leikfimi heldur en erobikk og pallatíma ;)

Ætla nú að skoða betur MindjetMindManager og lesa bókina "þú átt nóg af peningum"

Tútelú

8. jan. 2007

Ái, ég er ekki í formi!

Fór í minn fyrsta Fit-Pilates tíma... veit ekki hvernig mér mun ganga að vakna á morgun, fékk harðsperrur í tímanum!

Samt gaman, ágætis vigt þarna í kvennaklefa Orkuversins, sýndi 56 kíló. Sem ég vona að sé vitlaust og til að fullvissa mig um það verð ég að fara í Grafarvogslaugina og athuga!

Adios

7. jan. 2007

Úff púff!

Þetta ár byrjar svakalega, ég er útkeyrð og bara vika liðin.
Ég er byrjuð í kennó og var í staðlotu frá fimmtudegi til laugardags. Auðvitað helling að læra og lesa, hugsa og tala, þurfti að tjá mig fyrir framan hópinn minn tvisvar, með ljóði og þjóðsögu en það gekk rosa vel. Enda fékk ég að gera helling af því í Meistaraskólanum sem betur fer.
En þó að staðlotan sé búin þarf að gera helling af verkefnum en þetta eru skemmtileg verkefni enda er ég að læra það sem mér finnst spennandi.
þegar skólinn var búin og maður enn ekki búin að snúa sólarhringunm við eftir fríið, helling að skúra líka á kvöldin og í gær þegar ég kom heim gerði ég góðan mat og bauð gæjanum en meðan hann, maturinn, var að malla í pottinum stillti ég símann og rotaðist í sófanum. Annars hefði ég sofnað ofan í súpuskálina. Eftir matinn og smá kúr undir sæng ákváðum við að skella einni góðri mynd í tækið en það var The Shining, alltaf gaman að horfa á eina gamla.

En nú tekur við önnur vikan á nýju ári og hún mun líka vera erfið. Lítill drengur, níu ára gamall lést í vikunni en þetta var nágranni og vinur barna minna. Það er erfitt að fara í jarðaför og enn erfiðara þegar börn deyja. Þetta mun vera fyrsta jarðaför minna barna sem þau eiga eftir að muna. Þetta er í annað sinn sem sonur minn lendir í því að missa ungan vin en hann fór ekki í þá jarðaför sem var bekkjarsystir hans. Hann treysti sér ekki til þess, lét bænastund hennar nægja.
Þetta er þeirra val hvort þau vilji fara eða ekki. Ég vil samt að þau skilji hvers vegna fólk fer í jarðaför og vil helst að þau fari. Börn verða að skilja að við deyjum ekki bara gömul. Ég vil ekki að þau sleppi við þetta af því þetta er erfitt.

En núna verð ég að hætta þessu og halda áfram að koma heimilinu í stand og taka þetta jóladót niður.

over and out!